Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 77
Frá draumi til draums
Skírskotunin er þó beinni í þetta brot úr V. kafla Arin líða:
Vér breytumst — breytumst alla æfi vora,
en finnum sjaldnast sjálfir að vér breytumst,
oft vér glaðir myrkum árum móti
göngum, án þess grand af því að vita,
að vér þó erum æsku vora’ að kveðja
og segja’ oft skilið sælu lífsins við;
göngum, án þess grand af því að vita,
að óviðbúnir erum vér mót æfi,
sem oft er köld og undurdimmu vafin.
En svona’ er mannsins æfi — alt er breyting,
og öll er framtíð falin myrkri blæju,
og lífstíð mannsins líkist jafnan draumi.
En vér á aldri ungum eigi vitum
að þessu jafnan þannig varið er;
vér sjáum alt í sælum berns.kumyndum
og aldur vaxinn oss með sjónum tælir
um mikilvirki, mannafrægð og sælu,
sem vér þó oftast ekki skiljum í,
en einmitt sökum þessa tælir oss.
Gestur líkir lífstíðinni við draum. Barnið hvarflar frá ljúfum
draumsjónum bernskunnar og lætur í sakleysi tælast af vonum um
stórvirki og frægð manndómsáranna — frá draumi til draums — en
finnur þegar á ungum aldri ævinepjuna umlykja sig — verður veðrinu
að bráð.
Jóhann dregur safann úr heilum köflum, hugsunin kristallast í
einni setningu eða stöku orði sem verður svo hlaðið merkingu að það
orkar á lesandann eins og sprenging. Gestur aftur á móti teygir
lopann. Þannig er VI. kafli í heild:
Ar eru liðin — ungi sveinninn nú
í auðgri borg með engum kunnum dvelur.
Ar eru liðin — ungi sveinninn nú
er ekki lengur ungur, heldur maður.
Hann leitar vina’, en finnur fáa samt,
og færri sanna — sárt er að vera einn. —
67