Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 79
Frá draumi til draums
En æ, hver má þér með höndum halda,
heilaga blekking!
Sem vængjablik svífandi engla
í augum vaknandi barna
ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum,
og óðar en sé oss það ljóst, er undur þitt druknað
í æði múgsins og glaumsins.
Að lokum koma bæði kvæðin saman í einni hugsun, þeir hvísla
báðir spurnarorðinu út í tómið: „Hvar?“
Kvæði Gests líkur svo:
Nú móður hylur gröf, og gleymd er bæn,
og sálin myrkvuð efa og illri von;
við sig nú sveinninn ungi mælir:
„Hvar eru vinir, von og trúin mín?“
og auða hjartað endurtekur: „HVAR?“
Og Jóhann endurtekur:
eitthvað þvílíkt sem komið sé hausthljóð í vindinn,
eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir
úr sjávarhljóðinu í fjarska.
Og eyðileik þrungið
hvíslar vort hjarta
hljótt út í bláinn:
Hvar? . . . . O hvar?
Tilvitnanir:
1. Halldór Kiljan Laxness: Um þessi kvæði. Jóhann Jónsson. Kvæði og ritgerðir.
Rv., Heimskringla, 1952. Bls. 8—9.
2. Sama rit bls. 40.
3. Sama rit bls. 10.
4. Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli frumkveðin og þýdd. Rv., Helgafell,
1973. Bls. 173-180.
5. Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson ævi og verk, II. Rv., 1965. Bls.
458-461.
6. Gestur Pálsson: Rit hans í bundnu og óbundnu máli, fyrra hefti. Winnipeg,
1902. Bls. 46-54.
7. Elín Thorarensen: Angantýr, Rv., 1946. Bls. 37—38.
8. Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson ævi og verk, I. Rv., 1965. Bls. 20.
69