Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 97
Kvennamdl og kvennamenning Og hvað nú? Umræðan er sumsé fjörug í kvennarannsóknum í bókmenntunum í dag og mikið í bígerð. Ekki dettur mér í hug að taka afstöðu með eða á móti þeim tveim stefnum sem hér hefur verið lýst. Báðar ganga mun lengra en áður hefur verið gert og vega að rótum viðtekinna hefða hvor á sinn hátt. Vel má gagnrýna nýjustu greinar Gilbert og Gubar fyrir að vera „mislest- ur“ á gagnrýninni sem þær hafa sætt, „frávik“ frá kröfunni um nýjan textaskilning og aðferðafræði og „ótti við áhrif“. Þær standa alla vega fast á sínu og þó að Brjálaða konan hafi verið gagnrýnd harkalega held ég að margt í kenningum Gilbert og Gubar standist fyllilega og þær séu mjög gagnlegar í rannsóknum á bókmenntum kvenna — einkum eldri bók- menntum. Hins vegar getur menningargagnrýni orðið að samsæriskenning- um og þær geta orðið ýmist ögrandi og frjóar eða hamlandi og afturhalds- samar. Og veruleikinn er alltaf að breytast og „sannleikurinn" með honum. Nú eru Gilbert og Gubar að undirbúa nýtt stórvirki, hliðstætt Brjáluðu konunni en að þessu sinni um 20. öldina. Spurningin er hvort þeim tekst að þróa kenningar sínar áfram eða hvort þær eru komnar inn í fræðilega blindgötu. Því skal heldur ekki spáð hvort hugmyndir „dekonstruksjónism- ans“ lifa lengur eða skemur í Bandaríkjunum. I Frakklandi hefur sömuleiðis komið upp hörð gagnrýni á femínistana sem vilja gera konuna og drauminn um kvennamálið að upphafi og endi alls sem er. Kenningarnar um hina jákvæðu, allt umfaðmandi nautn kvenna hafa þótt lausar við sögulegt, pólitískt og jafnvel líkamlegt samhengi. Spurt hefur verið hvort svona hugmyndir, svona útópíur þaggi ekki endanlega niður í konum? Og víst er um það að kenningar frönsku femínistanna virka oft hræðilega fjarri öllu lifuðu lífi. Taki maður hins vegar á móti þessum textum á þeirra forsendum, opna kenningar Frakkanna nýjar víddir, nýjan skilning og margar af bókmenntagreiningunum sem gerðar hafa verið undir merkj- um þeirra eru frábærar. Skemmtilegast væri ef þessar stefnur hefðu áhrif hvor á aðra og bættu hvor aðra upp og sú þróun virðist raunar í fullum gangi, hinn gagnkvæmi áhugi leynir sér ekki né „óttaleysið við áhrif“ — þrátt fyrir allt. Athugasemdir: 1. Sandra M. Gilbert and Susan Gubar: The Madwoman in the Attic. The Woman Writer and the Nineteenth-Century Literary Imagination. Yale University Press, 1979. Þegar vísað er til bókarinnar hér á eftir eru notuð blaðsíðutöl í svigum, án titils. 2. Bókin Brjálaða konan í kvistherberginu hefur verið kynnt á Islandi í fyrirlestri Ragnhildar Richter: „Baráttan við bókmenntahefðina. Um konur og bók- 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.