Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 107
„Milliganga“
sérstætt af því að milliganga var svo algeng og átti svo mikinn þátt í að halda
þjóðfélaginu í jafnvægi. Fyrir tilstilli hennar var átökum og ofbeldi beint inn
á lögmætar brautir, í dóm eða gerðardóm, og hún átti þátt í að móta
þjóðfélagsskipan sem gerði greinarmun á áhrifum einstaklinga án þess
að nokkru hernaðar- eða stjórnkerfi væri til að dreifa. I sögunum er
milligöngu lýst sem félagslegum samskiptum fremur en sem hetjudáðum
einstakra manna, enda greinast Islendingasögur frá hetjukviðum megin-
landsins í þeirri áherslu sem þar er lögð á hversdagslegan þátt milligöngunn-
ar. Eins og W.P. Ker orðaði það fyrir margt löngu: „Sögurnar greinast frá
öðrum „hetju“bókmenntum í því hve mikill gaumur er þar gefinn lágkúru-
legri hliðum tilverunnar.“3
Milliganga og goðaveldið
I goðaveldinu voru engar opinberar stofnanir til að vernda einstaklinginn,
þess vegna gegndi milliganga svo mikilvægu hlutverki. Meðal engilsaxa
héldu kirkja og konungsvald deilumálum í skefjum með dómum og tíund-
um,4 en á Islandi voru höfðingjar þeir einu sem gegndu nokkurs konar
opinberu hlutverki og komu þó í rauninni fram sem einkaaðilar, þótt þeir
væru beðnir að ganga á milli í deilumálum. Það sem einkum greinir íslenskt
samfélag frá öðrum löndum Evrópu á miðöldum var hlutverk milligöng-
unnar sem kom í staðinn fyrir opinbert vald, framkvæmdavald af þeirri
tegund sem var að mótast í heimahögum landnámsmanna á meginlandinu.
Islendingar þurftu ekki að óttast innrás útlendra herja og gátu í næði
komið á fót einstæðri stjórnskipan og lagað að þörfum sínum. Helsti vandi
samfélagsins var innri ófriður og vettvangurinn til að leysa úr slíkum deilum
var býsna margbrotið og skipulegt kerfi dóma sem hver hafði sinn sam-
komutíma og sitt afmarkaða hlutverk. Dómstörfin voru þungamiðja athafna
sem kalla mætti stjórnmálalegar og þar var vettvangur milligöngu. Dómstól-
arnir lögðu meira kapp á að varðveita valdajafnvægi en skera úr um lögmæti
og réttmæti ákveðinnar athafnar, og tóku því tillit til hvort aðili máls hefði
afl til að sækja það og fylgja dómnum eftir. Milliganga lagði grunninn að
samfélagsháttum þar sem deilumál urðu meðal tækja til stjórnmálalegrar og
félagslegrar aðlögunar.
Þegar réttur til að skera úr deilumálum var falinn milligöngumönnum,
þ.e.a.s. höfðingjum sem voru þekktir að því að beita valdi sínu hófsamlega,
varð það til að lægja ofsa ójafnaðarmanna. Með milligöngu voru einkamál gerð
að málefnum samfélagsins undir nánu eftirliti þeirra sem bjuggu í námunda
við vettvang deilnanna. Deilumál, sem uxu út úr höndum fyrstu milligöngu-
manna, voru lögð í dóm á alþingi og urðu um leið mál sem öllum
landsmönnum komu við. Milliganga gegndi tvíþættu hlutverki í þessu ferli:
TMM VII
97