Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 109
„Milliganga“ Fyrir tilstuðlan milligöngu varð til á íslandi flókið net kvaða af ýmsu tagi og oft gat komið til árekstra milli ólíkra kvaða. Þegar menn bundust vináttuböndum í þakklætisskyni fyrir veittan stuðning gat skapast togstreita við fjölskylduböndin. Vinátta olli því einatt að ættmenni lentu hvor sínu megin í deilumálum. Gott dæmi um þetta er staða Gunnars á Hlíðarenda, þegar synir Njáls vinar hans höfðu vegið Sigmund frænda hans. Barnfóstur myndaði oft eins konar gerviættarbönd sem vernduðu þann sem veikari var en beindu stundum arfi frá fjölskyldu hans. I Islendinga sögum er gnótt dæma um þetta. Hænsa-Þórir býðst til að fóstra Helga son Arngríms goða og gefa honum hálfar eigur sínar en þiggja vináttu goðans að launum. í Laxdæla sögu segir frá því að Þórður goddi býðst til að fóstra Olaf pá, frilluborinn son Höskulds Dala-Kollssonar, og arfleiða hann að öllum eigum sínum í því skyni að tryggja sér stuðning Höskulds. Fréttaflutningur er önnur tegund milligöngu sem hér verður tekin til umræðu. Hann kemur oft fram sem söguburður. Endurgjaldið var etv. ekki meira en ein máltíð fyrir förumann eða hægara starf fyrir vinnufólk. Þeir sem tóku að sér fréttaflutning voru síður en svo nokkrir höfðingjar, eins og umboðsmennirnir, heldur þess háttar fólk sem ekki átti neinn kost að taka þátt í tafli um völd og auð. Utangarðsfólk — svo sem förukonur, þrælar, húskarlar, griðkonur og stundum frændkonur — átti lítið undir sér við samfélagsskipan þar sem ríkjandi voru hagsmunir landeigenda: þingfarar- kaupsbænda og goða. Fréttaflytjendur stinga einatt upp kollinum fyrirvara- laust til að vinna sitt verk og hverfa úr sögunni jafnharðan. Fréttaflutningur á venjulega þátt í að kveikja ófrið eða halda honum við, en umboðsmennska var á hinn bóginn oftast hluti úr ferli sem stefndi að sættum þótt þær yrðu ekki alltaf langvinnar. En þegar litið er á fréttaflutning og umboð sem liði í frásögninni verður ljóst að hvort tveggja á þátt í að knýja fram rás atburða í frásögn af deilumálum. Fréttaflutningur sögupersónu er allt annars eðlis en upplýsingar sem sögumaður gefur beint án þess að um sé að ræða atvik sem hafa áhrif á gang mála.6 Af því tagi er fróðleikur um bandalög, ættartölur og frásagnir af eignaskiptum. Með slíkum upplýsingum getur sögumaður greint fljótt og nákvæmlega frá aðstæðum sem skipta máli fyrir gang sögunnar. Frásagnartækni í Droplaugarsona sögu í Droplaugarsona sögu er sagt frá deilum milli Helga Droplaugarsonar og Helga Asbjarnarsonar goða, tveggja áhrifamanna í sama héraði. Helgi Droplaugarson er kappsamur bóndi, sem tekur að sér mál manna (umboð) og hann stefnir að því að brjóta niður völd goðans. Þegar hann flytur mál annarra tekst honum bæði á þingum og utan þeirra að fylgja málum eftir af 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.