Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 111
„Milliganga“ Brátt tekst Helga Droplaugarsyni að lítillækka goðann á þingi með því að veita Hrafnkatli Þórissyni lið til að ná goðorðinu af frænda sínum. Þetta eykur óvildina milli þeirra, en þó kemur ekki til vopnaviðskipta af þessu tilefni. Þegar sögumaður hefur greint frá fjandskap þeirra með nokkrum stuttum frásögnum tekur hann upp nýjan og að því er virðist óskyldan þráð. Þar segir í fyrstu frá minniháttar persónum en smám saman tengist þessi hliðarsaga sögu Helganna. Við sjáum hér frásagnaraðferð sem lýsir Islend- ingasögum vel. I stað þess að elta aðalsöguþráðinn og líta hvorki til hægri né vinstri tekur sögumaður upp nýjan þráð og fylgir honum uns hann tengist aðalfrásögninni. Þessi aðferð veldur því að okkur finnst sagan í heild vera sem þéttur vefur með flóknu mynstri og hún opnar fjölda fólks leið inn í söguna og út úr henni aftur. Deiluþáttur í Droplaugarsona sögu Þátturinn, sem hér verður tekinn sem dæmi, sýnir hvernig virkir og óvirkir frásagnarliðir eru notaðir í sögunni, hvernig deila, sem í fyrstu er einkamál, grefur um sig og fer að varða almannaheill og hvernig skuldbindingar og umboð marka stefnu atburðarásarinnar.8 Textinn byrjar á upplýsingum, síðan tekur við milliganga, átök og lausn. Þessir liðir fylgja ekki fyrirfram ákveðinni röð. Þátturinn lýsir býsna flóknum félagslegum aðstæðum og frásögnin er full af smáatriðum, en þó er hún einföld að gerð. Eg vitna beint í texta sögunnar og dreg ekkert saman. Dæmið er 5. kapítuli sögunnar og hann byrjar með upplýsingum um tvo bændur: Eptir um vetrinn gerði hallæri mikit ok fjárfelli. Þorgeirr, bóndi á Hrafnkels- stpðum, lét margt fé. Maðr hét Þórðr, er bjó á Geirólfseyri fyrir vestan Skriðudalsá. Hann fæddi barn Helga Asbjarnarsyni ok var ríkr at fé. Þangat fór Þorgeirr ok keypti at honum fimm tigu ásauðar ok gaf fyrir vQru. Asauðar þess naut hann illa, ok gekk brott frá honum. Annar bóndinn fóstrar barn fyrir Helga Asbjarnarson og það sýnir að hér er umboð á ferðinni. Jafnframt hefur verið búið í haginn fyrir deilu um sauðaþjófnað. Og enn koma upplýsingar: En um haustit fór Þorgeirr sjálfr at leita fjár síns ok fann í kvíum á Geirólfseyri átján ær, er hann átti, ok váru mjólkaðar. Nú ber dálítið við sem lýsir sagnalistinni vel. Fréttaflutningur á örlaga- stundu verður sá neisti sem kveikir ófriðareldinn. Stundum eggja menn aðra til deilna um leið og þeir flytja fréttir eða orðróm en stundum vakir ekkert illt fyrir þeim sem veita slíkar upplýsingar: Hann spyrr konur, hvers ráð þat væri, en þær SQgðu, at Þórðr réði því. Þegar Þorgeir hefur fengið að vita þetta snýr hann sér beint til Þórðar og 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.