Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 113
„Milliganga“ Síðan fór málit til þings, ok váru þeir Helgi Droplaugarson ok Þorkell Geitisson allfjQlmennir. Var þar með þeim Ketill ór Njarðvík. Helgi Asbjarnarson hafði ekki lið til at ónýta mál fyrir þeim. Nú fer hér sem oft endranær að áhrifamiklir menn, sem standa utan deilunnar, reyna að miðla málum. Það dregur úr hættunni á að deiluaðilar lendi í vopnaviðskiptum og hættu á mannskaða. Næsti liður er því lausn: Þá báðu menn þá sættask, en Helgi Droplaugarson vildi ekki nema sjálfdæmi. Ok sú varð sætt þeira, en Helgi gerði svá mprg kúgildi, sem ærnar hQfðu verit, þær er Þórðr hafði nytja látit. Skilðusk nú at svá mæltu, ok þótti Helga Droplaugarsyni þetta mál hafa at óskum gengit. Deiluþáttur, sem hófst vegna þess að sauðfé tapaðist er á enda en deilumál þeirra Helganna halda áfram. Sögumaður snýr sér nú að öðrum deiluþætti þar sem bændur fela hvorum þeirra að fara með mál fyrir sig, gera þá að umboðsmönnum sínum. Af þessu sprettur atburðarás sem leiðir til þess að Helgi Droplaugarson er dæmdur til að fara utan og vera utan þrjá vetur. Hann neitar að fara og er því tiltækur til átaka við nafna sinn þegar tilefni gefst vegna deilna um eigur í skilnaðarmáli. Lokaorð Hinir fornu íslendingar höfðu brennandi áhuga á milligöngu. Vegna þess hlutverks sem hún hafði var samband manna við ættingja, vini og aðra bandamenn mikilvægara en flest annað. Þetta olli því að bókmenntirnar virtust snúast um lífið sjálft. Ættartölur og aðrar upplýsingar gáfu skýringar á því hvernig milliganga komst á fót, einkum þó umboðssamningar. Þætt- irnir sem til samans mynda söguna tengjast í samræmi við rök deilumálanna, hvernig skuldbindingar tengja menn og hvernig samið er um laun fyrir aðstoð. Frásögnin leiðir í ljós mismunandi aðferðir sem beitt var til að leysa deilur. Innan þessa ramma gat sögumaður varpað ljósi á skapgerð persóna og kannað nýjar hugmyndir og honum var í lófa lagið að kanna allar hliðar félgaslegra samskipta í heimalandi sínu, hvort sem það voru nú krókaleiðir ástarinnar eða vinátta sem farið var að slá í. Sögumaðurinn vann úr arfsögnum um þekktar persónur, átök og atburði í umhverfi sem einnig var þekkt, en hann hafði frjálsar hendur um hvað hann dró fram og lagði áherslu á. Hann hafði í hendi sér að taka með þau smáatriði sem hann kærði sig um, hvernig hann tengdi þættina saman, hvort hann vildi bæta við einhverjum nýjum atriðum og hvað af því sem allir þekktu hann tók með. Þetta valfrelsi gaf kost á fjölbreytni einstakra þátta og átti sinn þátt í að greina eina sögu frá annarri. Þótt áheyrendur á miðöldum hafi væntanlega vitað hvernig deilumál á borð við átök Helga Droplaugar- sonar og Helga Ásbjarnarsonar leystust, var hægt að segja söguna með 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.