Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 114
Tímarit Máls og menningar
tilbrigðum í hvert skipti. Samt var hún sama sagan í huga sögumanns og
áheyrenda. Þessari aðferð við að setja saman sögu í lausu máli var hægt að
beita hvort sem um var að ræða sagða sögu eða skrifaða.
Nútímamönnum finnst sagnalistin vera ráðgáta, en það er ekki víst að á
miðöldum hafi mönnum fundist neitt erfitt að setja saman sögu sem
hljómaði eins og hún væri sönn, þegar þeir skeyttu saman frásagnarliði sem
uxu beint uppúr samfélaginu sjálfu. Sögumaður þurfti vitaskuld að vera
nákunnugur arfsögnum í heimkynnum sínum, landi eða héraði, og hann
þurfti að vita hvernig samskipti manna fóru fram. Félagsleg vitund hans var
uppspretta frásagnaraðferðarinnar.
Vésteinn Ólason snarabi
1. Nokkrar nýlegar kenningar um frásagnargerð sagnanna eru raddar í J.L.Byock:
„Saga Form, Oral Prehistory, and the Icelandic Social Context. “ New Literary
History. 16 (1984), bls. 153-173.
2. Aðrar tegundir milligöngu eru ræddar í bók minni Feud in the Icelandic Saga
(Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1982). Sjá einnig
Véstein Olason: „Islensk sagnalist — erlendur lærdómur: Þróun og sérkenni
íslenskra fornsagna í ljósi nýrra rannsókna.“ 7MM 2 (1984), bls. 174—189.
3. W.P.Ker: Epic and Romance: Essays on Medieval Literature (London 1896;
New York: Dover 1957), bls. 200—201.
4. Bruce Lyon: A Constitutional and Legal History of Medieval England 2. útg.
(New York: W.W. Norton & Co., 1980), einkum 6. kap.
5. J.L. Byock: „Dispute Resolution in the Sagas.“ Gripla 6 (1984).
6. „Upplýsingar“ eru ekki einu „óvirku" liðirnir í frásögn sagnanna. Ferðalög eru
annar óvirkur liður sem talsvert fer fyrir. Sjá Byock: Feud, einkum 4. kap., bls.
63-73.
7. Tilvitnanir í Droplaugarsona sögu eru eftir útg. íslenzk fornrit XI.
8. I Feud er þessi deiluþáttur úr Droplaugarsona sögu notaður til að kynna
hugmyndir mínar um deildir (feudemes).
9. Grágás, útg. Vilhjálmur Finsen, Ia og Ib: Grágás: Ishendernes Lovbog i
Fristatens Tid, udgivet efter det Kongelige Bibliotheks Haandskrift (Khöfn:
Brodrene Berlings Bogtrykkeri, 1852).
104