Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 119
Mótun nýja Kína um framtíðarskipulag Kína að miklu leyti þangað. Hann dáðist að vestrænu lýðræði og þingræði og var sannfærður um mikilvægi iðnvæðingar og tæknivæðingar Kína. En Sun Yatsen varð einnig vitni að fátækt, atvinnuleysi og verkfalls- átökum í vestrænum auðvaldsríkjum. Hann vildi tryggja að kínverska þjóðin yrði laus við þessa kvilla auðvaldsskipulagsins. Sun Yatsen taldi að markmið byltingarinnar væri þríþætt. Hún átti að tryggja sjálfstæði kín- versku þjóðarinnar, hún átti að koma á lýðveldi og lýðræði og eftir byltinguna átti ríkið að tryggja framfærslu almennings. Þetta kallaði hann „Hinar þrjár meginreglur alþýðunnar". I seinustu meginreglunni fólst m. a. að landinu skyldi skipt á milli bænda sem flestir voru landlausir leiguliðar. Ríkið átti einnig að hafa yfirumsjón með fjármagni og stórfyrirtækjum og koma í veg fyrir atvinnuleysi, fátækt og verkfallsátök. I stuttu máli má segja að þjóðernissinnar hafi stefnt að því að byggja upp nýja tegund kapítalisma sem væri sérstakur fyrir Kína og laus við galla vestræns kapítalisma. Þjóðernissinnum tókst þetta aldrei. Það er hins vegar athyglisvert að nýjasta tilraun kínverskra kommúnista til að byggja upp „sósíalisma með kínverskum séreinkennum" í Kína minnir að mörgu leyti á hugmyndir Sun Yatsens. Skipbrot þjóðernissinna Margar samverkandi ástæður komu í veg fyrir að draumaþjóðfélag þjóðern- issinna yrði að veruleika og leiddu til þess að kommúnistar náðu forystu fyrir tilraunum Kínverja til að byggja upp nýtt framtíðarþjóðfélag sem gæti komið í stað keisaraveldisins. Hér er aðeins hægt að rekja nokkrar þeirra. Þjóðernissinnar höfðu í rauninni lítinn skilning á eðli vestræns kapítal- isma þótt þeir litu á hann sem fyrirmynd byltingar sinnar. Þeir ofmátu lýðræðis- og frelsisást auðvaldsríkjanna og gerðu sér ekki grein fyrir því að gróðasókn var grundvallarmarkmið valdastéttarinnar í þessum ríkjum. Þjóðernissinnar töldu að vestræn ríki og Japan myndu aðstoða Kínverja við að byggja upp öflugt og sjálfstætt lýðveldi. En þegar til kom höfðu Vesturveldin og Japan einungis áhuga á því að notfæra sér glundroðann í kjölfar falls keisaraveldisins til að auka gróða sinn í Kína. Þannig stuðluðu þau að sundurliðun Kína í sjálfstæð svæði sem lutu stjórn herfursta. Þeir byggðu á hernaðarstuðningi erlendra ríkja sem fengu í staðinn ýmiss konar efnahagslegar ívilnanir. Hreyfing kommúnista, sem haslaði sér völl í Kína á þriðja áratugnum, var hins vegar ekki haldin neinni tálsýn um að erlend heimsvaldaríki myndu veita Kínverjum aðra aðstoð en þá sem þau sæju sér gróða í. Þjóðernissinnar vanmátu einnig strax frá upphafi styrk landeigenda og 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.