Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 123
Mótun nýja Kína Sovéskri fyrirmyncL hafnad Kínverskir kommúnistar komust fljótlega að því að sovétsósíalismi sam- ræmdist ekki hugmyndum þeirra um fullkomið þjóðfélag. Uppbygging embættismannakerfis og endurskipulagning efnahagskerfis- ins að sovéskri fyrirmynd gekk ótrúlega hratt fyrir sig eftir stofnun Kín- verska alþýðulýðveldisins sem stafaði m. a. af því að sterkt ríkisvald átti sér langa hefð í Kína. „Sovétumsköpun“ hagkerfisins lauk að mestu á tíma fyrstu fimm ára áætlunar Kínverja 1953 til 1957. Við lok hennar voru öll iðnfyrirtæki og næstum öll verslun komin undir stjórn ríkisins og yfirgnæf- andi meirihluti bænda tók þátt í ýmiss konar samvinnuræktun. Uppbygging nýs stjórnkerfis að sovéskri fyrirmynd tók ennþá skemmri tíma. Þegar til kom þótti mörgum leiðtogun kínverskra kommúnista, þar á meðal Mao, skrifræði og enbættismannadrottnun hins nýja skipulags minna allt of mikið á gamla þjóðfélagið. Þetta var ekki það þjóðskipulag sem þessir hugsjónamenn höfðu barist áratugum saman fyrir sem skæruliðar til sveita þar sem þeir bjuggu við sömu kjör og fátækustu bændur. Þeir töldu að skrifræði, fáveldi embættismanna, sem væru einangraðir frá almenningi, og mikil miðstýring héldu aftur af sköpunarmætti almennings. Stóra stökkið 1958 til 1960 var tilraun til að brjótast út úr þessum viðjum ríkisforsjár. Stóra stökkið mistókst hrapallega. Það einkenndist af efnahagslegum glundroða og óstjórn illa menntaðra og hálfólæsra embættismanna á hverj- um stað í verksmiðjum og til sveita sem skyndilega fengu frjálsar hendur við skipulagningu framleiðslunnar þegar miðstýringin var felld niður. Þetta leiddi til kreppu, matvælaskorts og atvinnuleysis sem neyddi stjórnvöld til að grípa aftur til sovéskættaðra stjórnaðferða. Margir leiðtogar Kínverja voru samt sem áður óánægðir með sovéska kerfið. Höfnun þeirra á sovéskum leiðbeiningum í Stóra stökkinu og andstaða Kínverja við sovéskt forræði í landvörnum varð líka til þess að Sovétmenn hættu öllum stuðningi við Kínverja. Kínverskum kommúnistum fannst þetta sýna heimsvaldastefnu Sovétmanna og sú skoðun að Sovétríkin gætu ekki verið fyrirmynd kínversks sósíalisma fékk aukinn stuðning. M enningarbyltingin Menningarbyltingin var önnur tilraun Kínverja til að segja skilið við sovésku fyrirmyndina og virkja frumkvæði almennings við að byggja upp þjóðfélag sem væri laust við skrifræði og einkenndist af raunverulegu lýðræði, jafnrétti og velsæld. Mao Zedong hvatti æsku landsins til að rífa niður skrifræðið og valdaeinokun flokksstofnana og taka völdin í sínar hendur. En í stað þess að Rauðir varðliðar kæmu á alþýðuvöldum, varð Menningarbyltingin til að auka valdaeinokun og valdníðslu embættismanna TMM VIII 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.