Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 125
Mótun nýja Kína Þessi nýjasta tilraun, sem Kínverjar segja sjálfir að hafi það markmið að byggja upp „sósíalisma með kínverskum séreinkennum," er að mörgu leyti frábrugðin fyrri tilraunum. Leiðtogar kommúnista hafa sýnt að þeir hafa lært af reynslunni. I stað þess að steypa öllu þjóðfélaginu í einni svipan út í tilraun, sem ekki var víst hvernig tækist, fóru þeir rólega af stað og byrjuðu á takmörkuðum breytingum á völdum svæðum. Deng Xiaoping, sem var orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja árið 1978, beitti sér fyrir því að bændur fengju leyfi til að semja við samyrkjubúin um ræktun ákveðinna landskika. Landið var áfram í eigu samyrkjubúanna en bændur gerðu verktakasamninga um að rækta korn, mat- eða nytjajurtir, ala upp svín eða alifugla o. s. frv. Samningarnir fólu í sér ákvæði um að bændur skyldu selja ákveðið magn af afurðum sínum til ríkisins á fastákveðnu verði en þeir höfðu leyfi til að selja umframframleiðslu sína sjálfir á frjálsum markaði. Smám saman hefur svo hlutur markaðarins verið aukinn og söluskylda bændanna til ríkisins verið minnkuð. Eftir að breytingarnar á framleiðsluskipulagi sveitanna voru komnar vel á veg var hafist handa við hliðstæðar breytingar í iðnaði og verslun og viðskiptum. Ríkisfyrirtæki hafa fengið aukið sjálfstæði, smáfyrirtæki í eigu samvinnufélaga og einstaklinga blómstra og í stað jafnlaunakerfis hefur verið tekinn upp afkastahvetjandi bónus. Starfsmenn lítilla ríkisfyrirtækja hafa algjörlega tekið við rekstri þeirra eins og um samvinnufyrirtæki væri að ræða og flest stærri ríkisfyrirtæki afhenda nú ekki lengur ríkinu allar tekjur sínar gegn því að ríkið greiði rekstrarkostnað heldur greiða þau skatt af hagnaði, fasteignum og veltu eins og einkafyrirtæki. Eins og í Stóra stökkinu og Menningarbyltingunni er markmiðið með þessum breytingum að virkja frumkvæði almennings og draga úr þunglama- legu skrifræði. En aðferðirnar eru allt aðrar. I stað þess að treysta á pólitísk vígorð til að hvetja fólk til að leggja sig fram við framleiðsluna er hagnaðar- vonin notuð og framboð og eftirspurn eru talin mikilvægari hagstjórnartæki en ríkistilskipanir. Þessi nýjasta þjóðfélagstilraun Kínverja hefur skilað mun betri árangri á sviði efnahagsmála en fyrri tilraunir þeirra og flest bendir til þess að áhrif hennar verði varanlegri. A árunum 1979 til 1985 jókst landbúnaðarfram- leiðsla Kínverja að meðaltali um 9,3% á ári sem er meiri aukning en á nokkru öðru samsvarandi tímabili. Aukin sérhæfing bænda hefur leitt til þess að mun stærri hluti landbúnaðarframleiðslunnar fer á markað sem sýnir að kínverskur landbúnaður er að breytast úr sjálfsþurftarbúskap í markaðsbúskap. A þessum tíma jukust rauntekjur bænda að meðaltali um 15% á ári og tekjur á hverja fjölskyldu í borgunum jukust um 8,2%. 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.