Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 134
Tímarit Máls og menningar endilega fallegar eða ljóðrænar. Jörðin er t. d. „hvítsloppa" og nöfnum er líkt við hjólbarða í ljóðinu „Slitfletir nafna“. „Eldhúsljóð" er skemmtilega óvenju- Iegt vegna þess að yrkisefnið er í sjálfu sér svo hversdagslegt. Það lýsir tveim manneskjum sem sitja við eldhúsborð að vorlagi við glugga og drekka kaffi eftir matinn. Það kemst vel til skila hvað þetta er notaleg og friðsæl stund. I lokin kemur í ljós að þetta er í og með lofsöng- ur til uppþottavélarinnar, sem er ávörp- uð svona: „blessaða tól / sem gafst okk- ur þessa stund“. I Yddi er eitt ástarljóð og eftir því sem ég best veit er þetta eina ástarljóðið sem til er á prenti eftir Þórar- in Eldjárn. Það heitir „Svo er“, er stutt, látlaust og einlægt og þar óma hendingar Vatnsenda-Rósu með nýjum hætti: I rugluðum reytum innan um mittþitt og þittmitt gleður mig jafnan að sjá að enn eru augu þín þín og því mín Það er eftirtektarvert að meiri ein- lægni er að finna í mörgum ljóðanna í Yddi en áður var í ljóðum Þórarins. Annað látlaust og einlægt ljóð sem snert- ir mann á sérstakan hátt er ljóðið „Óli“. I því er mikil viska fólgin, enda auðfund- ið að bak við fá orðin býr djúp lífsreynsla. Ljóðið snýst um þroska og líf og byrjar svona: „Lófar þínir svo mjúkir . . .“ Skáldið talar í 1. persónu og ávarpar drenginn. Þannig verður ljóðið persónulegra en ella. Samband þeirra endurspeglast í orðunum: það sem „þú gafst mér“ og „ég gaf þér“: Allt sem þú gafst mér: þú kynntir mig Sorginni og Voninni og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt Síðustu orð ljóðsins kveða nánar á um tengsl ljóðmælanda og barnsins. „Eg gaf þér ekkert / nema lífið“. I þessari ljóðabók kemur það fram með ýmsum hætti að starf skáldsins, það að yrkja og gildi þess, er nærtækt við- fangsefni. Þessa hógværu og þjóðlegu líkingu notar hann til að lýsa eigin skáld- skap: „Fram göngin / óma mínar drusl- ur“ og bætir við: „En sálmana skal ég spara / til sunnudags". I ljóðinu „Orðið okkar starf“ tengist hugsunin um orðs- ins list minningu um mann, sem er ávarpaður í ljóðinu: „allt lifandi málið sem gladdi þig svo“. Orðin voru sam- eiginleg gleði þeirra beggja: Eg legg þau fagnandi á minnið eitt andartak en þá hellist hún yfir mig þögnin Með fáum orðum tjáir skáldið djúpan söknuð, sem skýrist betur í lok ljóðsins: Að það samtal verður ekki að þeirri spurningu verður ekki svarað „Sérðu það sem ég sé nei“ nefnist síðasta ljóð bókarinnar. „Sérðu það sem ég sé?“ spurði drengurinn í Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og þessi orð hafa þótt endurspegla hina næmu skynjun Jónasar og hæfileika hans til að miðla henni. I fyrirsögn ljóðsins kemur fram afdráttarlaus vantrú á að skáldið fái miðlað reynslu sinni og tilfinningu. I sjálfu ljóðinu örlar þó á von um annað. 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.