Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 60
Tímarit Máls og menningar inu sem rýfur tengslin við lífið, myrkrið í sögunni, leiðindin og skrímslin sem þarf að sigra til að þora að vera maður sjálfur eða finna sér leið í ein- hverri list, eru bæði til staðar í ævintýri Jónasar og í námi við litla og ein- angraða stofnun sem Háskóla Islands. Auðvitað er það sérhæfingin sem lætur fræði fjarlægjast almenning. Menningararfurinn hefur í þessum skilningi hætt að vera almenningseign og orðið eign sérfræðinga. Þetta er eðlileg þróun, við höfum hólfað allt líf- ið niður í smásvið sérhæfingar og náum með því meiri framleiðni. En við þetta rofna viss tengsl og hverfur yfirsýn. Við upprétt skynug dýr sem byggt höfum þetta land í rúm þúsund ár eigum sameiginlega íslenska skynjun aðra en menn í öðrum löndum. Miklu máli skiptir að almenningur hafi hugmynd um menninguna sem bindur okkur átthagafjötrum við þetta hrjóstruga land. Mér finnst að félagsskapur háklerka menningararfsins, Fé- lag íslenskra fræða, eigi að huga að þessum tengslum við fólkið og hvetja til þeirra. Koma mætti á samvinnu fræðimanna í íslenskum fræðum til að undirbúa þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp, og sækja til þess um styrki úr sjóðum. Rétt eins og allir eiga rétt á veraldlegum auði ættu allir að hafa greiðan aðgang að menningarlegum auði. Þetta ætti að minnsta kosti að vera á stefnuskrá þeirra sem aðhyllast sósíalískar hugmyndir. Við gildir limir í Félagi íslenskra fræða eigum það sameiginlegt að ganga í sama sjóð og nota svipuð fræðileg verkfæri til að kryfja með þá sér- kennilegu menningu sem við höfum sprottið af. Þessi verkfæri notum við sem höfum aflað okkur réttinda til að stunda íslensk fræði til að tilreiða fræðilegan texta sem við smíðum úr heimildasafni menningarsögunnar. Innan lítils félagsskapar sem þessa sem fundar hér í kvöld skiptir ólík skynjun okkur í deildir, bókmenntafræði, málfræði, málvísindi og sagn- fræði. Þessar deildir skiptast síðan í kvíslir, sagnfræðin í hagsögu, húsa- sögu, fatasögu, stjórnmálasögu, ástasögu, réttarsögu, og svo framvegis eins og allir vita. Við beitum ólíkri aðferð, höfum ólíka sýn og kryfjum ólíka hluti. Okkar misjafna áhersla miðar að því að uppgötva menningarsögulega fjársjóði og veita öðrum aðgang að. Lífið og menningin sem við erum að lýsa er heillandi. En með því að hólfa fræðin niður hættir okkur til að gera þau smámunaleg og leiðinleg á kostnað afstæðis, innlifunar og hugmyndaauðgi. Og jafnvel skemmtilegasta fólk festist í leiðinlegri fræðimennsku, þótt menningin og lífið sem fræðin fást við séu skemmtileg. Aðferð og framsetning er nefnilega svo fast njörf- uð niður í módel skýrslugerðar sem minnir á náttúruvísindi. Þó vill enginn fremur en við, hofprestar og hofgyðjur íslenskra fræða, viðhalda menning- unni sem okkur er falið að gæta. En getur ekki vísasta leiðin til að rjúfa trú þjóðar á menningu sína verið sú að fólkið sem gæti menningarinnar sé leið- 458
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.