Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 119
innra og ytra hlutverk manns sem talað
er um, tvíraddað. Konan felur eldverð-
inum hið mikilsverða starf (13):
í árdaga komstu ný fram úr nætur-
skógi,
namst mig á brott úr höll minna
köldu griða,
leiddir mig hingað, bentir mér hljóð
á bálið.
Þú vafðir mig örmum, varst úr aug-
sýn . . .
Þetta er rödd eldvarðarins, lág, ljóðræn,
tregafull. Nú tekur rödd nútímans við,
rödd þularins á fréttastofu sjónvarps,
það skiptir um í lok línunnar:
Og hér
verður nú tekin kvikmynd af hetju
eldsins,
fréttamynd um undrið - vökumann
eldsins,
kappa þennan sem keikur stendur á
verði
og kippist við ef þytur um skóginn
fer!
- Megi byggð vor njóta hans nú og
jafnan!
Eftir þennan nútímagust heyrum við
aftur hugsanir mannsins sem stendur
sinn þögla vörð þar sem konan skildi
hann eftir:
Fæsta varðar um sannar spurnir af
sálum;
og sízt munu ljósopin búin þvílíku
næmi
að komi fram á filmunum sláttur
hjartans -
að grunuð verði mín þögla bið eftir
þér.
Fyrir utan öruggt vald á blæbrigðum
tungunnar er af mikilli smekkvísi farið
með stuðla og rím eins og víðar í bók-
inni og skáldskap Þorsteins yfirleitt.
Hver og einn mun skilja tákn ljóðsins á
sinn hátt, en mikið má vera ef Þorsteinn
er hér ekki að kallast á við „hjartavörð“
Jónasar Hallgrímssonar í ljóðinu „Al-
snjóa" sem hefur orðið mörgum um-
hluta bókar eru heims-
ósómakvæði, ádeilur á skynlítinn nú-
tíma sem opnar ekki augun fyrir undr-
inu, tvíleik tilverunnar, en biðlar til lág-
kúru og þjösnast áfram tillitslaus um öll
raunveruleg verðmæti. Mest er lagt í
síðasta ljóðið í flokknum, „Sturlungu"
(24), sem sýnir í myndmáli 13. aldar þá
sem enn neita að gefast upp fyrir væli
nútímans og bíða „þrjózkir við garðinn
/ nýrra löðrunga"
meðan sveit okkar máist
í móðu sundrungar
út
I þriðja hluta sem fjallar um skáldskap-
inn bregður enn fyrir dulúð. „(það
verður enginn framar var við neitt
óhreint)" segir í „Sporum" (32), eins og
skáldið sakni myrkfælninnar - hún var
þó viðurkenning fólks á því að eitthvað
fleira væri til en það „sem við höldum
til streitu að sé“. Nútímanum hættir til
að meta skrumið meira en það sem er
ekta. Skartbúnir skotthúfudvergar eru
meiri aufúsugestir í húsum en einlæg
reifabörn („Viðmót", 29).
En það er líka tvískinnungur í skáld-
inu sjálfu - enda er hann nútímamaður.
I „Bráðabug“ (34J, sem minnir á kápu-
mynd Tryggva Olafssonar með sínum
grandalausu pensildráttum, talar Þor-
steinn um löngu kirfilega kviksettan
hugsunarefni.
I öðrum
517