Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 9
SKÁLDIÐ OG HEIMURINN vegna þess að hann hafði ekkert fullnægjandi skírteini upp á það að hann væri skáld ... Fyrir nokkrum árum veittist mér sá heiður og gleði að kynnast Jósep Brodskí. Ég tók þá eftir því að hann, einn skálda sem ég hef þekkt, kallaði sig skáld næstum því af ástríðu og hann sagði það án innri togstreitu, á svo eðlilegan hátt að það var næstum ögrandi. Ég held að þetta hafi hann gert vegna þess að hann minntist hins auðmýkjandi ofbeldis sem hann hafði verið beittur áður fyrr. í hinum skárri löndum, þar sem virðing manna er ekki jafn blygðunarlaust fótum troðin, vilja skáldin auðvitað vera birt, lesin og skilin, en nútildags gera þau hins vegar nánast ekkert til þess að greina sig frá öðru fólki í sínu hversdagslífi. Samt er ekki langt síðan skáldin, á fyrstu áratugum aldarinnar, gengust upp í að ögra og hneyksla með úthugsuðum klæðaburði og einkennilegu hátterni. En það var alltaf sýning, ætluð áhorfendum. Síðan kom augnablikið þegar skáldið lokaði hurðinni á effir sér, tók af sér frakkann og glingrið, hina Ijóðrænu leikmuni, og varð einsamalt í þögn sinni, í bið sinni eftir sjálfu sér með óskrifað blað fyrir frarnan sig. Því það er hið eina sem skiptir máli þegar allt kemur til alls. Eitt enn til athugunar: Nú framleiða menn kvikmyndir sem fjalla um rnilda vísindamenn og listamenn og líf þeirra. Sæmilega metnaðarfullur leikstjóri setur sér það markmið að kynna og festa á filmu á trúverðugan hátt allan sköpunarferilinn sem leiðir til hinna miklu uppgötvana og listaverka. Honum tekst ágætlega að lýsa vísindamanninum: Tilraunastofan með tólum og tækjum og allt gangverk vélanna fangar athygli áhorfandans. í þessari stund liggur líka fólgin sú dramatík sem hvílir í óvissunni um hvort tilraunin, sem nú er gerð í þúsundasta skipti, muni að lokum leiða til hinnar þráðu niðurstöðu. Kvikmyndir um listamenn geta líka verið þess virði að sjá - það er hægt að fylgjast með málverki verða til, frá fyrsta pensildrætti til hinsta. Og í kvikmyndum um tónskáld er tónlistin með allan tímann - frá fyrstu stefunum sem tónskáldið heyrir í höfði sínu til fullbúins hljómsveitarverks. Allt er þetta svolítið barnslega einfalt og segir ansi lítið um það sérkennilega hugarástand sem stundum er kallað innblástur, en í þessum tilfellum er að minnsta kosti eitthvað að horfa á og hlusta. Verra er það með skáldin. Þeirra vinna hreinlega gerir sig ekki í mynd. Maður situr við borð eða liggur uppi í sófa, starir á vegginn eða upp í loft, skrifar annað slagið nokkur orð, strikar þau út eftir korter og svo líður klukkustund án þess að nokkuð gerist . . . Hvers konar áhorfendur gætu nokkru sinni horft á slíkt til lengdar? Ég nefndi áðan innblásturinn. Flest nútímaskáld færast undan að svara þegar spurt er hvað innblástur sé og hvort eitthvað sé til sem kalla megi þessu TMM 1997:2 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.