Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 18
RÚNAR HELGl VIGNISSON aðstoðað lögregluna. Eftir að ég fluttist til bæjarins spurðist ég fyrir um þennan mann, honum voru aldrei send nein blóm. Loks var mér bent á hann á balli. Hann hafði fengið sér ofurlítið neðan í því og var hinn ræðnasti. Ert þú sá djöfull? sagði hann. Það var ekki svefnfriður fyrir þér. Ég hló og bauð honum sígarettu. Salem vil ég ekki sjá, sagði hann og dró upp Camel. Salem er fyrir kellingar, og setti hnefann í bringspalirnar á mér. Þá rann upp fyrir mér að það reyktu allir í þessu dæmi. Þeir reyktu Camel, hún Salem eins og ég, Salem Lights reyndar. Það er þessu bölvuðu eitri að þakka að þú ert ekki ískaldur í Pollinum, helvítið þitt, segir hann. Þarna vaknar maður um miðja nótt á vaktinni í þessum andskotans bölvuðum slordalli, ekki við snörlið í konunni, sem hefði verið illskárra, heldur við að pakkinn öskrar á mann af öllum lífs og sálar kröftum: Reyk! Reyk! Svo maður skríður fram úr og þrífur pakkafjandann, sem kallar nú af enn meiri krafti: Reyk! Reyk! Maður kveikir í skjálfandi fingrum og í gegnum fyrsta mökkinn sér maður grilla í máðan límmiðann: Við reykjum ekki hér! og opnar þá helvítis kýraugað, stingur hausnum út eins og refur úr greni. Heyrir þá þetta ekkisens útburðarvæl í svartri nóttinni líka, það æpir á mann aftan úr skut, rétt eins og verið sé að hala inn fullt troll af sæskrímslum. Heldurðu að það sé nú! Maður sogar að sér bölvaðan Camelreykinn aftur og - þetta er ekki einleikið - enn heyrist þetta fjárans væl aftan úr skut. Nei, þetta gengur ekki, segi ég þá, fleygi rettunni í hafið og pakkaræflinum líka og skelli aftur lúgunni. Er í þann mund að leggjast fyrir aftur, kominn hálfur niður á koddann, þegar hnippt er í mig. Djöfullinn sjálfur! segi ég og stekk á fætur, gríp farsímann og hringi upp á stöð, hendist um leið af stað og heyri eitthvað sem líkist mási eða stunu þegar ég kem upp á dekk. * Hún sagði aftur á móti: Það hlýtur að hafa verið stunan, hátt og langdregið hljóð í ætt við vein, sem stökkti honum á brott. Eða voru það slög klukkunnar sem amma gaf mér eftir að afi drukknaði? Hljóðin svo voveifleg, sagði gamla konan og vildi losna við gripinn. Ég heyri ekkert lengi vel, ligg þarna óróleg og totta sígarettu. Seint og 16 TMM 1997:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.