Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 43
HVÍTUR HUNDUR Engin merki um skógarelda. Svo hélt hún áfram að horfa yfir grænan, endalausan barrskóginn sem blánaði í fjarskanum, meðan hún hvíldi hugann eítir erfiðið. Loks fór hún niður úr turninum. Stúlkan hafði ráðið sig í sumarvinnu sem brunavörður, aðallega vegna þess að hana langaði að reyna eitthvað nýtt. Langaði að vera alein úti í náttúrunni. Ein með sjálfri sér. Hún og vinkona hennar höfðu skálað í hvítvíni fyrir sumrinu og svo höfðu þær spáð hvor fyrir annarri í tarotspil. Daginn eftir lagði önnur af stað með skipi til Stokkhólms og hin með lest til Lapplands. Þegar þær kvöddust kastaði vinkonan fram hugmynd: Skyldi vera hægt að breyta ímyndun í raunveruleika ef maður bara einbeitti sér að því nógu lengi og ákaft, þurrka burt öll landamæri og kalla til sín verndaranda, einsog sjamanar gerðu? Á leiðinni til Lapplands velti stúlkan hugmyndinni fyrir sér meðan símastaurarnir þutu hjá. Hún mundi hvernig vinkonan lagði hend- urnar á axlir hennar og heimtaði að hún léti ekki svo einstakt tækifæri sér úr greipum ganga. Forvitnin knúði hana áfram og henni fannst tilhugsunin heillandi: Að einbeita sér að hinu ómögulega í tímaleysi fjallanna. Kannski yrði jafnvel erfitt að hætta. Hún hafði ekki hugsað á þennan hátt fyrr. Hundurinn kom aftur til hennar um kvöldið, þegar sólin skein beint úr norðri. Eftir það birtist hann henni oftar og lengur í senn og eftir fáeina daga var hann sestur að hjá henni. Að viku liðinni mátti hún koma við hann. Feldur hans var hlýr og þéttur. Hann var einsog lifandi, hljóp, gelti og ólmaðist. - Ertu bara hvolpur ennþá, greyið? sagði stúlkan og lék sér við hundinn. Hún var í essinu sínu, hafði fengið félagsskap í óbyggðum. Hund- urinn virtist ekki hafa neinn áhuga á að yflrgefa hana og í hvert sinn sem hún vaknaði var hann einhversstaðar nálægur og fylgdist með henni vökulum, svörtum augum. Dagarnir liðu hægt, í raun voru þetta engir dagar og heldur engar nætur, bara ein og sama náttleysan. Turnvaktir og tilkynningarsímtöl voru eina tilbreytingin. Og einhverju sinni datt stúlkunni í hug að hundurinn væri sennilega svangur og gaf honum kjöt á disk. Hund- urinn át og kjötið hvarf. Upp frá því gaf hún honum reglulega. Eitt TMM 1997:2 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.