Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 61
BLIKUR Á LOFTI í PÉTURSBORG mínum: „litli maðurinn" leggur á flótta; hann missti vitið þegar hann sá styttuna. Þrátt fyrir það sneri „litli maðurinn“ til baka í verki Gogols. Embættis- maðurinn hefur verið klæddur úr frakkanum og ráfar um milli eyjanna og útsýnispallsins, draugur hans ofsækir auðuga vegfarendur. Til að finna staðinn þar sem glæpurinn var framinn fórum við, leiðsögumaður minn og ég sem leiðsagði honum, yfir brú og um okkur lék napur vindur. En við fundum ekki auða torgið þar sem hann hafði verið klæddur úr frakkanum. Torgið var ekki til á tímum Diderots; á mínum tímum var það horfið. En það er til, því til eru nákvæmar lýsingar á því á bókum. Allt umhverfis það standa verkamannabústaðir, og á þá eru skrifuð slagorð, rauðum og gylltum, upplituðum stöfum. Á leiðinni hittum við alla sem litu dagsins ljós á 19. öld, öld iðnaðarins: lágt setta, fótumtroðna embættismenn, menn sem ekkert fór fýrir, ungar, fátækar, niðurlægðar og móðgaðar stúlkur! Milli svartra húsanna og hreysanna stóðu persónur Púsldns, Gogols og Dostojevskís. Allar biðu þær þess að örlög þeirra yrðu fengin þeim aftur í hendur. 11. í annarri gönguferð fór ég ásamt hinum ósýnilega leiðsögumanni mínum sem ég leiðsagði nú í áttina að Heytorginu, sem nú heitir Friðartorgið („Plostsjad míra“) til að leita uppi hús okurkerlingarinnar í hverfinu þar sem Dostojevskí bjó á sínum tíma. Uppgötvanir af þessu tagi byggjast ekki á neinni annarri vissu en þeirri sem býr í vitundinni, maður fær eins og högg sem gefur til kynna að maður hafi álpast inn í segulsviðið, hafi hitt á skautið. Skyndilega blasti það við. Gangstéttin hallaðist aðeins, hellurnar voru ójafnar, dyrnar opnar í hálfa gátt. Ég gekk upp stigann og varð gersamlega forviða þegar ég kom upp á aðra hæðina og mætti málurum sem komu askvaðandi út úr nýmálaðri íbúð, rétt eins og í Glæpi og refsingu. Við stauluðumst aftur niður stigann hríðskjálfandi. Enn á ný, enn eina ferðina var hér verið að misþyrma draumum Upplýs- ingarinnar: Raskolnikov með öxina undir handleggnum, bundna við hann með spotta (Glæpur og refsing). Og brátt, Djöflarnir, samsærið, djöfulleg áform Verkhovenskís: nú ekki lengur til þess eins að færa mönnum hamingju þvert gegn vilja þeirra, heldur til að ná algeru valdi yfir þeim með því að myrða þá. TMM 1997:2 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.