Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 68
HULDAR BREIÐFJÖRÐ pilla sér út úr henni og lekið út í opinn dauðann myndu kannski hitta Kurt þarna í Heaven, og ég vonaði það. Og ég hugsaði um hvað hefði orðið til þess að Kurt hefði ákveðið að stytta sér leið í gegnum lífið. Hvort hann hefði allt í einu fengið nóg af þessu öllu saman eða hvort það hefði verið eitthvert eitt atriði sem hann hefði rekist á og það fyllt mælinn. Svo byrjaði ég að kvíða fyrir því að rekast á það atriði líka. Rafmagnið fór af og ég leit út um gluggann og sá að það var rigning og ég spáði í að það eina sem ég vissi um Seattle væri að þar væri einhver stór turn, og þar væru lestir eins og í Evrópu, og þar væri alltaf rigning. Áður en ég vissi af var ég byrjaður að gráta. Ég veit ekki enn hvort það var bara út af því að ég var þunnur eða að Kurt var dáinn eða hvort það var vegna þess að útvarpsmaðurinn sagði Sattle, en ekki Seattle. 2. Ég var að raka mig þegar ég heyrði að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn. Stuttu síðar fór rafmagnið af og vélin festist í skegginu. Þó ég reyndi að klippa hana lausa með skærum lá hún svo þétt við hörundið að það var ekki hægt. Mér datt í hug að reyna að slíta vélina lausa en settist svo inn í stofu og hélt henni við andlitið meðan ég beið eftir að rafmagnið kæmi á aftur. Og ég sat í myrkrinu og ég beið og allt í einu fannst mér lífíð svo einfalt. Bara ég og það. Fljótlega rifjuðust upp gamlar minningar frá því þegar þölskyldan sat við kertaljós og spilaði Lúdó og Yatsi. Þegar allt var svo einmitt og nákvæmlega og rétt og mér fannst framtíðin enn vera einhversstaðar á bak við foreldra mína. Þeir tímar þegar rafmagnið kom bara á aftur og ekki þurfti að hlaupa á milli blikkandi núlla á útvarpsvekjurum og videotækjum ogörbylgjuofnum oghoppa yfir klukkutíma og mínútur til að stilla sig af í lífinu aftur og til að teygja sig í lífið aftur. Og þó ég sæti í stofunni heima fékk ég heimþrá. Mér leið eins og slökkt hefði verið á sjónvarpi sem ég var búinn að horfa á í nokkur ár án þess að hafa hugmynd um á hvað ég var að horfa. Og ég áttaði mig á að undanfarið hefði mér liðið eins og sjóveikum manni sem er staddur í jarðskjálfta. Og ég fór að hugsa um 66 TMM 1997:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.