Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 69
ÞEGAR RAFMAGNIÐ FÓR AF hvort myrkur hentaði mönnunum betur en birta. í rauninni væri það þannig að á daginn sogaði umhverfið mann til sín en á nóttinni snérist þetta við og maður sygi umhverfið inn í sig. Og ég spurði mig að því hver hefði ákveðið að fólk ætti að vaka á daginn en sofa á nóttinni. Á meðan ég sat þarna í myrkrinu fannst mér eins og heilinn væri í gufubaði og fann hvernig ég svitnaði minningunum sem höfðu stíflað hann. Og smám saman losnaði vélin frá skegginu og önnur höndin frá mér og svo hin höndin og því næst fæturnir og ég losnaði frá stólnum og svo frá sjálfum mér, og leystist upp. Jóga? Ég fór aftur á bak gegnum lífið og smaug í gegnum gamla daga og þegar glenntir fótleggir móður minnar blöstu við og ég var á leiðinni inn í leggöng hennar, kviknaði ljósið. Og ég skrapp saman og féll ofan í stólinn. Ég kláraði að raka mig, tók rafmagnið af aftur, og settist inn í stofu. 3. Ég var í bílnum þegar ég heyrði að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn. Það var grenjandi rigning og ég var staddur einhversstaðar í helvíti og þar að auki pirrandi sígarettulaus. Svo pirrandi sígarettulaus að mér datt í hug að stoppa bílinn og prófa að taka smók af pústinu þó það væri ekki nema rétt til að finna fyrir reyk í lungunum. En þorði svo ekki að taka sénsinn á að drepa sjálfan mig fyrir slysni úr sjálfs- morði. En ég var samt áfram staddur einhversstaðar í helvíti og það eru engar sjoppur í helvíti. Eða hvað? Ég byrjaði að velta fyrir mér hvernig væri umhorfs í helvíti en gafst svo fljótlega upp á því og ákvað frekar að einbeita mér að himnaríki. Og þá datt mér í hug dauði maðurinn í kvikmyndinni Subway sem var að drepast í annað sinn en í það skiptið úr sígarettuleysi því hann gat ekki reykt vegna þess að hann hafði ekki lengur efnislíkama og því ekki tekið utan um sígarettu. Og því lengur sem ég hugsaði um kvöl þessa látna manns varð ég ákveðnari í að hætta að reykja áður en ég dæi. Svo fóru spurningar um himnaríki að falla á framrúðuna en áður en ég náði að svara skófu óþreytandi vinnukonurnar þær upp og hentu út í vegarkant. TMM 1997:2 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.