Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 91
BRÉF TIL MÓÐUR munir sakna hans á stundum og eg held líka eg muni oft sakna stofunnar minnar, - þegar eg kem heim - sem eg átti svo marga gleðistund inni þó þær stundum líka væru öðruvísi. Á sunnudaginn 5ta júlí var biskupinn vígður í Frúarkirkju og fór það allt vel fram og getur hann best af því sagt þegar hann kemur, en það er óvíst hvörnig hann kemst það, því hér eru engin skip sem heim eiga að fara, þó segja sumir að herskip eigi að fara heim héðan en enginn veit það þó með vissu; sem stendur er biskupinn og Ástríður yfir á Fjóni, þau fóru þangað föstudaginn eftir vígsluna og koma aftur seinast í þessari viku, enda hefði hann ei þó hann hefði verið hér farið heim með skipi því sem eg sendi seðil þenna með því það kvað vera dálítil skútuskömm sem fer á morgun. Ef þau ei geta komið bréfum hingað frá Fjóni áður en skipið fer þá ber eg kæra kveðju þeirra frúnni og Stefáni og þér o.s.fr. segðu frúnni að einhvör ráð muni verða til að biskup komist heim í sumar ef ei önnur þá mun konungur hjálpa honum. Svíakonungur kom hér í fyrradag með drottningu sína og þrjá sonu og mikið af hirð sinni, hafði Kristján konungur boðið honum heim til sín, hér hefur gengið margt á um þessa daga út af komu hans og allt ómarkvert, hann fer á stað aftur í kvöld með mönnum sínum og drottningu. Grímur fer á morgun á stað alfarinn til Parísar og biður hann kærlega að heilsa þér og eins Brynjólfur Pétursson. Konráð getur skeð að líka ferðist til Þýskalands í sumar og veit eg ei hvað úr heimför hans verður, því hann er nú annars hugar; hann missti nefn[i]l. hérna um daginn unnustu sína, unga, fallega og væna danska stúlku, enginn íslendingur vissi að hann var trúlofaður fyrr en eftir að hún var dáin og höfðu þau þó verið lofuð í eitt ár, og fylgdum við henni þá allir til grafar. Aungan mann hefi eg séð harma eins og Konráð, hann talar ei mikið en hann er alltaf utan við sig og eins og agndofa og ef eg má segja svo: hann ráfar eins og rúin kind, þá reka menn lömb á dali, við gröfina sá eg hann ei fella tár en á augonum sást að hann hafði bæði grátið og vakað, og engin hreyfing sást á honum önnur en að neðri vörin skalf og titraði. Nú er dálítið komið af fréttum útifrá, en það er af mér að segja að mér líður vel og er nú aftur farið að færast að „examens“- dögum fyrir mér og hygg eg gott til þess, Brynjólfur frændi er enn út á landi og Stefán er nú í þessum dögum uppi til „dímissiónsexamens" og biðja þeir báðir að heilsa þér. Biskup hef[u]r lánað mér 50 dali og lánar mér aðra 50 þegar hann kemur frá Fjóni, en arfinn fæ eg ei fyrr en ,Attestið“ kemur og er eins gott að hann sé geymdur þar sem nú er og hjá mér þar til Hemmert kem[u]r því hann á svo að fá hann allan hvört sem heldur er. Allir hér eru mér ofurgóðir og mér líður hér vel nema hvað mig langar ógn heim og skelfing hlakka eg til heimkomunnar í sumar, svo þú sjáir hvörnig mig langar heim set eg hér tvær vísur sem mér duttu einusinni um daginn í hug niður við sjó, þær eru svona: TMM 1997:2 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.