Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 120
RITDÓMAR
þokunni; Ödipus og Hamlet gætu allt
eins rekið húsgagnaverslun við Grensás-
veginn. Angist Hlyns, sem hann á erfitt
með að koma orðum að og á sér hvorki
upphaf né niðurstöðu, stafar annars veg-
ar af sálrænum klofningi því hann er
aldrei allur þar sem hann er séður og hins
vegar siðferðilegri mótsögn sem textinn
leysir ekki upp. Hlynur getur þrátt íyrir
allt sitt tal um úreltan móral ekki gert það
upp við sig hvort allt sé leyfilegt og mað-
urinn aðeins heitur hlutur á mynd utan
úr geimi, eða hvort hann er umfram allt
siðferðisvera í miðju „erfðasundi" sem
taka verður tillit til ævafornra kristinna
hugmynda sem segja að allt þetta góða sé
vont fyrir mann. Gömul trúarsannindi
íþyngja honum þrátt fyrir viðleitni hans
til að leysa þau upp með íroníu og nið-
urrifi; vísindamenn hafa ekki leyst hann
„úr meyjarhöftum siðapostula“ (223).
Sagan grefur ekki undan hugmyndum
okkar um hefðbunda byggingu sjálfsver-
unnar sem reist er á grunni „fornfálegra11
túlkana og virðast á tíðum á skjön við
vandamál okkar frá degi til dags. Mark-
mið hennar er miklu frekar að sýna að
þær tilheyra tungumáli sem kemur eng-
an veginn heim og saman við líf þeirrar
kynslóðar sem þekkir MTV-stjörnur
betur en postulana, Geenu Davis betur
en heilaga Maríu. Þeir sem hafa þörf fyrir
að finna þráðinn í þulu Hlyns geta sagt
sem svo að hún fjalli öðru fremur um
þetta misgengi. Hlyni er fullljóst að eitt-
hvað er rotið í Danaveldi og að sú rotnun
á sér stað innra með honum sjálfum.
Tungumál hans nær hins vegar ekki utan
um „gamaldags“ vandamál sem tilheyra
Manninum og um leið einhverri „æva-
fornri hefð“ nema í einstökum setning-
um sem komnar eru frá honum sjálfum
og lýsa eins og leiftur í þeirri niðdimmu
nótt sem líf hans óneitanlega er: „Ég er
ekki það sem ég er heldur það sem ég er
orðinn“ (277) - „Fjandinn. Ég verð bara
ég. Þó ég sé ömurlegur“ (319) - „Ég fer
mér ekki“ (353).
Líkt og skáldsögu Guðbergs Bergs-
sonar, Tómasi Jónssyni, er 101 Reykjavík
beint gegn heilli kynslóð; ekki hinni
svokölluðu X-kynslóð heldur síðustu
vinyl-kynslóðinni, þeirri sem kenna má
við U-2 eða Robin Williams og virkar
eins og út úr kú með sína Stray-Cats
klippingu þegar upplýsingabyltingin
sem hún hélt að væri löngu skollin á
skellur loksins á. Það sem heldur þessari
kynslóð saman er fátt annað en náms-
skrá menntaskólanna, sameiginleg
reynsla í biðröðum fýrir utan skemmti-
staði og „jú-það-var-ógeðslega-gaman—
þarna-svip[urinn]“ (313). Sagan hefur
ef til vill ekki gOdi fyrir aðra en þá sem
tilheyra þessari kynslóð því hún lýsir
harðlæstum heimi, einkennist af þröngu
sjónarhorni þeirra sem afskrifa Menn-
inguna, fortíðina og landsbyggðina og
halda að lífið sé allt saman komið í einu
póstnúmeri. Þetta er kynslóð raunveru-
leikans en ekki skáldskaparins: „Hvað er
ég að pæla? Hvaðan koma þessar setn-
ingar? Úr bókum. Aldrei aftur lesa. Bæk-
ur eru fyrir andlaust fólk. Andinn kemur
sjálfur, bara anda honum að sér. Það eru
fleiri hugmyndir í óreyktri sígarettu en
fimm bindum af fornaldarsögum“ (89-
90). Þótt við komumst ekki langt með
því einu að gefa Hlyni þá siðferðilegu
falleinkunn sem hann á vissulega skilið
að fá er 101 Reykjavík engu að síður sið-
ferðileg skáldsaga. Sagan birtir nýja
sjálfsvitund, nýtt lífsform hins nútíma-
lega „meinlætamanns“ sem hefur málað
sig út í horn fyrir framan sjónvarpsskjá-
inn. Hún fer þó aldrei með okkur fram
af hengifluginu þótt örlög söguhetjunn-
ar virðist í lausu lofti í lok sögunnar effir
ferðalag hennar á neðsta farrými nætur;
harmleikur einstaklingsins virðist ekki
eiga sér aðra orðræðu en þessa á vorri
ístru-móðu tíð. Sagan bregst ekki við los-
aralegum tengslum sjálfs og heims með
því að ganga óreiðunni á vald, sem ætti
þó að vera eina lausnin miðað við þá
nöturlegu heimsýn sem liggur henni til
118
TMM 1997:2