Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 22
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Leikþáttur Davis nær aðeins yfir fjórar blaðsíður og er merktur sem „for- máli“. Davis hefur ekki haff kjark eða næga trú á forminu til að byggja bók sína eingöngu á þeim leikþætti sem hún leggur upp með. Ef til vill óttast hún eða er sannfærð um að form leikþáttarins myndi draga úr „vísindalegu“ gildi rannsóknarinnar. Það þarf þó ekki að vera; vissulega mætti hugsa sér sagn- fræðiverk sem byggt væri upp eins og leikrit. Sagnfræðingurinn hefði ffjálsar hendur til að spyrja persónur fortíðarinnar spurninga sem hann gæti fundið svör við með því að vísa beint í persónulegar heimildir sem þær persónur sem mynda viðfangsefni hans skildu eftir sig. Þess háttar framsetningarmáti ætti ekki að draga úr „vísindalegu“ gildi verksins þar sem hægt væri að draga fleiri persónur fortíðarinnar inn á sviðið; til dæmis fulltrúa hins opinbera (það er fulltrúa æskilegrar hegðunar), sem og fulltrúa fræðikenninga úr nú- tímanum. En hvað væri unnið með þess háttar uppákomu annað en athygli og hörð viðbrögð hefðbundinna sagnfræðinga? Með framsetningu af þessu tagi, sem teljast mætti póstmódernísk þar sem hún tefldi fram ólíkum sjónarmiðum án þess að krefjast yfirráða eins sjónarmiðs yfir öðru, væri auðveldara að skilja milli túlkana sagnfræðingsins sem einkum birtast í spurningum hans og þeirra svara sem hann finnur í heimildum fortíðarinnar og færir persón- um á sviði verksins. Þrátt fyrir að svör sögupersónanna séu alltaf háð vali og þar með túlkun sagnfræðingsins er gerður skýr greinarmunur á þeim upplýsingum sem fortíðin hefur fram að færa og túlkun sagnfræðingsins á fortíðinni.19 I hefðbundnum fræðitexta sem byggist á því að skilgreina og útskýra ein- stök fyrirbæri án þess að draga mörk milli heimilda og túlkunar sagnfræð- ings hefur lesandinn takmarkaða möguleika til að draga sjálfur ályktanir af heimildunum. Þetta vilja einsögufræðingar forðast. Þeir vita að texti þeirra er einskis virði þar til hann er lesinn og um leið túlkaður út frá forsendum lesandans. Þess vegna leitast þeir við að draga mörk milli sinna eigin túlkana og heimildanna. Um leið draga þeir lesandann inn í textann með því að gefa honum færi á að taka afstöðu til þess hvort hann samþykkir einstaka þætti í túlkun sagnfræðingsins eða kýs að túlka þær heimildir sem sagnfræðingur- inn leiðir fram á sjónarsviðið út frá öðrum forsendum en sagnfræðingurinn. Hlutverk sagnfræðingsins er að leiða lesandann um heimildirinar og benda á mögulegar túlkanir urn leið og hann ítrekar að allur sá skilningur sem við leggjum í heimildirnar séu túlkanir og því sé sá sannleikur sem hann hefur fram að færa afstæður. Heimspekingarnir Hayden White og Paul Ricoeur hafa fært rök fyrir því að eina leið sagnfræðingsins til að draga fram ákveðinn sannleika í rann- 20 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.