Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 26
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Þrátt fyrir að einsögufræðingar viðurkenni afstæði sannleikans og nýti það sér til framdráttar þá er það vonin um að hægt sé að varpa ljósi á veru- leika fortíðarinnar sem réttlætir starf þeirra svo lengi sem þeir eru meðvitað- ir um að fortíðin verði að ráða hvaða mynd samræðurnar taka á sig. í þessari hugmynd endurspeglast vissan um að fortíðin sé tilvistarleg staðreynd þótt maðurinn geti ekki skilið hana nema út frá eigin forsendum og því sé það ekki á valdi hans að alhæfa um hana. Þrátt fyrir að maðurinn fái aldrei sann- að að fortíðin eða veruleikinn sé eitthvað annað en texti verður því ekki neit- að að fortíðin er hluti af orðræðunni og því til innan hennar. Þar af leiðandi getur maðurinn haldið uppi umræðum um fortíðina sem veruleika sem á sér tilvist utan vitundar mannsins. Að sama skapi er erfitt að neita því að hug- myndin um algildan sannleika er virk í orðræðu nútímans og er því sönn í einhverjum skilningi, hvort sem menn álíta þann sannleika vera almennt viðurkennda blekkingu eða eitthvað annað. Þar sem sagnfræðingurinn vinnur innan orðræðukerfisins getur hann talað um sannleikann og fortíð- ina sem staðreyndir; staðreyndir sem ómögulegt er að draga upp fullkomna mynd af þar sem orðræðan gerir ráð fyrir að fortíðin og sannleikurinn séu fyrirbæri sem eigi sér tilvist utan vitundar mannsins. Ef við gerum ráð fyrir að sannleikur fortíðarinnar sé fortíðarveruleikinn sjálfur er ljóst að heimild- ir fortíðarinnar fela í sér einhvern sannleika um þennan veruleika. Sannleik- ur sagnfræðingsins er tilbrigði við fortíðina sjálfa og er því í tengslum við þann sannleika sem fólst í veruleika hennar. Aftanmálsgreinar 1 Milan Kundera: „Heimur án þagnar.“ Friðrik Rafhsson þýddi. Lesbók Morgunblaðsins, 1. nóvember 1997. 2 Friedrich Nietzsche: Handan góðs og ills: Forleikur að heimspekiframtíðar. Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson þýddu. Reykjavík, 1994, bls. 103-106. 3 Sjá umfjöllun Vilhjálms Árnasonar: „Er maðurinn frjáls?“ Skírnir 170 (1996, vor), bls. 172-180. 4 Jacques Derrida: „Vofa gengur nú ljósum logum um heiminn — vofa Marx!: Viðtal við Jacques Derrida.“ Torfi H. Tulinius og Friðrik Rafnsson þýddu. TímaritMáls ogmenningar 55 (1994: 2), bls. 73. 5 Sjá til dæmis Jacques Derrida: „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna.“ Garðar Baldvinsson þýddi. Spor í bókmenntafrœði 20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault. Fræðirit Bókmenntafr æðistofnunar 7. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir ritstýrðu. Reykjavík 1991, bls. 129-152; Héléne Cixous: „Sorties." Modern Criticism and Theory: A Reader. David Lodge ritstýrði. London, 1996, bls. 287-293 og Ást- ráður Eysteinsson: „Hvað er póstmódernismi?" Tímarit Máls og menningar 49 (1988:3), bls. 430. 6 Sjá til dæmis John D. Caputo: Deconstruction in a nutshell: A conversation with Jacques Derrida, bls. 5-6 og Michel Foucault: „Skipan orðræðunnar." Gunnar Harðarson þýddi. Spor í bókmenntafrœði 20. aldar: Frá Shklovskíj til Foucault. Fræðirit Bókmenntafræði- 24 www.mm.ts TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.