Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 30
HELGl INGÓLFSSON Y-4K hafði verið smávægileg villa í samanburði við hinar fyrri, en reyndar höfðu afleiðingarnar verið geigvænar. I daglegu tali gekk vill- an sú undir nafninu Babelsþvœttingurinn, en hún hafði einmitt valdið því að enginn skildi handbókina rétt. Og til hvers að búa til forrit, ef enginn gat lesið leiðbeiningarnar? í kjölfarið, nákvæmlega þúsund árum seinna, kom síðan Y-3K, öðru nafni Sódómuupprætingin. Og fyrir misgáning hafði Gómorra fylgt í kaupunum. „Kerfisvilla: Skilgreindu veruleika.“ Hvernig var eiginlega hægt að skilgreina veruleika? Veruleikinn var bara það sem átti sér stað þarna inni í tölvunni, þar sem atburðarásin hafði staðið yfir í fleiri árþúsund með milljónum leikmanna. Eitt ein- kenni framvindunnar hafði orðið ófyrirséð sálnafjölgun, sem aldrei hafði verið gert ráð fyrir í upphafi. Nú var kerfið að sprengja allt utan af sér. Fyrir 4000 árum hafði sá vandi ekki reynst svo aðsteðjandi, enda hafði Y-2K leyst úr því að hluta, að minnsta kosti hvað varðaði frum- burðina. Sú villa hafði fengið nafnið plágurnar eða jafnvel plágurnar tíu, enda hafði eitthvert hökt komið fram í vélinni. Árþúsundi síðar kom síðan upp vandamál, sem öllu j öfnu var kallað Jobsbaslið, og þótti ekki ýkja alvarlegt, en það var eingöngu forleikurinn að mesta dóma- dags þruglinu. Já, YOK eða krossfestingarklúðrið reyndist ægilegasta axarskaftið af öllum. Aldrei var ætlunin að neinum yrði tortímt, en fyrst úr því varð, þurfti það þá endilega að vera rangur maður? Verst af öllu var þó sundurþykkjan sem af hlaust; sumir töldu að um villu hefði verið að ræða, en aðrir neituðu að trúa því. „Kerfisvilla: Skilgreindu veruleika.“ Tími til kominn að endurnýja úrelt forrit, já. Búa til betri veruleika en áður, nýja og bætta útgáfu. Þegar skapa átti veruleika varð að hafa hann svo raunverulegan að sá, sem í honum hrærðist, teldi ekki neinn annan mögulegan. Þess vegna mátti alveg eins nefna þetta sýndar- veruleika, í þeirri merkingu að um var að ræða hina fullkomnu blekk- ingu. YOK hafði blekkt suma, en ekki alla. Eftir þetta hafði hann beðið spenntur eftir YlK-villunni og eigin- lega orðið fýrir vonbrigðum, þegar ekkert gerðist. Hvað var eiginlega á seyði? Var nokkuð viðsjálla en forrit, sem skorti skipulag eða kerfi í villustarfsemi sinni? Hvers konar villupúki hafði eiginlega slæðst 28 www.mm.is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.