Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 31
VILLUTRÚIN með? Þegar ekkert gerðist við Y1K hafði hann rennt í gegn Lykla-Pétri, villuleitarforritinu sínu. Þegar það bar ekki árangur, þá hafði hann flett á hundavaði í handbókinni, en hún kom ekki heldur að gagni, enda svo illilega misskilin eftir Babelsþvœttinginn að trauðla mátti hafa not af henni lengur. Og hvað nú? Skilgreina veruleika til þess að hægt væri að endurnýja forritið, til þess að allir leikmennirnir þarna á skjánum gætu lifað áfram og fjölgað sér út í hið óendanlega, án vitundar um annan veru- leika en þann sem þær hrærðust í? Fyrstu aldirnar eftir frumútgáfuna hafði mátt telja þessi kríli í kíló-einingum, en núorðið þurfti gíga-ein- ingar til og ekki fyrirsjáanlegur neinn endir á þeim veldisvexti. Já, hvað nú? Handbókin náði ekki lengra en að næsta árþúsundi. Hvað þá tæki við... Ja, eiginlega var komið að síðustu blaðsíðum leið- beininganna, svo að það mátti heita ljóst. Harmagedón, hin endanlega sjálfstortíming forritsins Tilveru. Verst að það skyldi renna saman við 2YK, svo að ómögulegt var að treysta því hvað myndi gerast. Aimættið hallaði sér aftur í stólnum og fléttaði fingurna á boga- myndaðri vömbinni, sem sveigðist eins og væri hún helft alheimsins eða geisli á ljóshraða, meðan hann horfði hugsi á skjáinn. Hann var orðinn of gamall fyrir tæknivandamálin, já, eiginlega bara of gamall inni í því forriti, sem hann var staddur. Var ekki orðið tímabært að höfundur þess, sem væntanlega hafði hann nú fyrir augunum á skjá sínum, færi einnig að taka til í sínu eigin forriti? Guð gjóaði augunum til síns eigin himins. Færi ekki hans leik að Ijúka? TMM 1999:3 www.mm.is 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.