Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 44
KRISTlN VIÐARSDÓTTIR Stúlkan birtist Orlando sem eitthvað allt annað en hún í raun er og má sjá þetta sem hluta af fyrrnefndum ósýnileika kvenna og tengja þeirri blindu sem sögumaður talar um þegar hann segir „The less we see the more we beli- eve“. (127) I Orlando og Sérherbergi fjallar Woolf um þetta viðfangsefni í sögulegu samhengi og bendir á að konur hafi smám saman orðið sýnilegri og meðal annars tekið að skapa sér eigin hefð sem byggi ekki á hugmyndum karlkyns rithöfunda og prófessora um það hvað konur geti og eigi að fjalla um og hvernig. Hagur kvenna vænkast þó ekki endilega því á tímum Viktoríu drottningar (19. öldinni) eru konur innilokaðar sem aldrei fyrr á heimilum sínum við endalausar barneignir, heftar af krínólínum sem samkvæmt Orlando eiga að fela næstum sleitulausa þungun þeirra og þá skömm sem fylgir kvenlíkamanum. Hjónabandið verður band sem bindur konur bók- staflega við eiginmenn sína á þessu tímaskeiði þannig að þær geta ekki hreyft sig án þeirra og dregur Woolf upp stórkemmtilega mynd afþessu óaðskiljan- lega pari, mynd sem verður um leið grótesk þar sem líkamar karls og konu virðast hafa vaxið saman (151). Þessi líkamlegi samvöxtur á þó ekkert skylt við það sem Woolf kallar „tvíkynja huga“ og telur vera forsendu skapandi hugsunar, bæði í Orlando og Sérherbergi. . . . kyngervi og kynhneigð í Sérherbergi setur Virginia Woolf fram þá kenningu að í huga mannsins búi tvö kyn, kvenkyn og karlkyn. Hún telur að þessi ólíku öfl þurfi að sameinast í hverjum og einum og takist það verði öll sköpun óheftari þegar hún losnar undan hamlandi kynvitund. Kona geti þá skrifað eins og hún hafi gleymt því að hún sé kona og karlar noti ekki aðeins karlhluta heilans við sín skrif. Hún talar um að það trufli einingu hugans að hugsa um annað kynið óháð hinu því þau bæti hvort annað upp og þeim sé eðlislægt að vinna saman (Sérherbergi, 135-6). Þetta getur virst stangast á við þá áherslu sem hún legg- ur á að konur skapi sér sína eigin hefð óháð körlum og reynslu þeirra en bendir um leið til þess að hún gangi út ffá því að til sé eitthvað sem kalla mætti „kveneðli" og „karleðli" þótt þetta tvennt blandist saman í einni og sömu manneskjunni. Hún er þó kannski fremur að lýsa einhvers konar framtíðarsýn þar sem hið karllæga í menningunni er ekki yfirskipað hinu kvenlega heldur öðlist bæði þessi öfl jafnháan sess og hin skarpa aðgreining þeirra verði því óþörf. í Orlando dregur sögumaður einnig upp mynd af þessum tvíkynja huga þar sem aðgreining kynjanna er í senn undirstrikuð og dregin í efa: 42 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.