Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 46
KRISTÍN VIÐARSDÓTTIR Viðhorf þeirra og væntingar hafa þó mikil áhrif á hvernig hitt kynið er tjáð eða birt, sérstaklega að því er virðist kvenkynið. Orlando veltir því fyrir sér hvernig þetta gerist þegar hún kemst að því eff ir umbreytinguna, líkt og Jordan, að hegðun kvenna á lítið skylt við það hvern- ig þær eru undir gervinu. Hún uppgötvar að sem karlmaður hefur hún ekki haft hugmynd um hvernig konur séu í raun og veru og einnig að sem kona fari hún sjálf að hegða sér á einhvern annan hátt en henni sé eðlilegt. Hún fer til dæmis að hylja fótleggi sína sem ffam að því hafa vakið aðdáun, en verða nú allt í einu ósæmilegir og beinlínis hættulegir öryggi sjómanna um borð í skipinu sem hún fer með til Englands (98). Sjónarhorn Orlando og framtíð breytast eftir kynskiptinguna. Hún getur nú horff á bæði kynin, eða kyn- gervin, frá sjónarhóli beggja kynja, en með þessu tvöfalda sjónarhorni er staða kvenna að vissu marki framandgerð og sýnt fram á hve fáránleg og til- búin hún í raun er. Þótt Orlando sé orðin kona býr hún enn yfir reynslu karls og þekkir meðal annars viðhorf hans til kvenna, en getur um leið skoðað þessi viðhorf í ljósi kvenlegrar reynslu sinnar. Hún gengur í gegnum ákveðið ferli þar sem hún tekur að lúta leikreglum sem hún þó veit að eru tilbúningur og virðist þannig ýtt undir þá hugmynd að þótt líffræðin skapi mönnum kannski ekki örlög á þann hátt sem Freud gerði ráð fýrir geri menningin það að minnsta kosti. Þetta má að vissu marki heimfæra upp á kenningar Judith Butler í bók hennar Gender Trouble þar sem hún heldur því fram að í vestrænni menn- ingu sé sú krafa við lýði að kyn (sex), kyngervi (gender) ogkynferði eða kyn- hneigð (sexuality) falli saman og því skipti í raun ekki meginmáli hvort talað sé um kyn eða kyngervi. Hún telur að hugtakið „kona“ geti ekki staðið fyrir eina sameiginlega sjálfsmynd (identity) eða reynslu. Engu að síður sé ein- staklingnum gert skylt að falla inn í ákveðið kyngervismót sem miði að því að gera hann „skiljanlegan“ í menningunni. Samkvæmt þessu er sjálfsmynd- in í raun tilbúningur sem byggir ekki á reynslu heldur kemur þvert á móti á undan henni. Butler heldur því fram að persónan sé því aðeins skiljanleg að kyngervi og kynhneigð „fylgi“ lífffæðilegu kyni og því sé gagnkynhneigð ekki aðeins eina viðurkennda kynhneigðin heldur sé allt kyngervis- og sjálfs- myndarmótið reist á henni. Þær „kyngervuðu“ verur (gendered beings) sem víki ffá þessu líkani, það er ef kyngervi og/eða kynhneigð eru ekki „í sam- ræmi“ við kyn viðkomandi, séu ekki „skiljanlegar“ í menningunni og því sé litið á þær sem röklega ómögulegar: Inasmuch as „identity" is assured through the stabilizing concepts of sex, gender, and sexuality, the very notion of „the person“ is called 44 www.mm.is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.