Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 52
HAROLD PINTER Það hlýtur að vera að annaðhvort karl eða kona eða hvorttveggja hafí skrifað þetta sögubrot um stúlku sem gengur inn á skrifstofu kennara síns, sest við skrifborðið hans og réttir honum miða sem hann flettir í sundur og á stendur: „Stúlkur vilja láta flengja sig.“ En ég veit ekki hvað hann eða hún heitir; ég veit ekki hver höfundurinn er. Og ég veit alls ekki hvort stúlkan var í verunni flengd, þá og þegar, án frekari málalenginga, á skrifstofu kennarans, á skrifborðinu hans, eða í eitt- hvert annað skipti, á skrifborði einhvers annars, hér og þar, alls staðar og alltaf, reglulega, samviskusamlega, blíðlega, ákaft, sleitulaust, áfram og áfram um eilífð alla. Og það er heldur ekki víst að hún hafi verið að tala um sjálfa sig. Það er ekki endilega víst að hún hafi átt við að hún vildi láta flengja sig. Hún gat bara hafa verið að tala um aðrar stúlkur, stúlkur sem hún meira að segja ekki þekkti, miljónir stúlkna sem hún meira að segja hafði ekki séð, mundi aldrei sjá, miljónir stúlkna sem hún í reynd hafði aldrei heyrt getið, miljónir og biljónir stúlkna hinum megin á hnettinum sem, að því er hún taldi, vildu bara umbúðalaust láta flengja sig. Eða hún gat á hinn bóginn hafa verið að tala um aðrar stúlkur, stúlkur frá Cockfosters eða stúlkur sem lásu am- erískar bókmenntir við háskólann í Austur-Anglíu, sem í ofsafengnu hreinskilniskasti höfðu sagt henni, að þegar öllu væri á botninn hvolft og til kastanna kæmi vildu þær helst af öllu láta flengja sig. Með öðrum orðurn kann að vera að staðhæfing hennar (stúlkur vilja láta flengja sig) hafi verið hápunkturinn á löngu, þaulhugsuðu og vel undirbyggðu rannsóknarferli sem hún hafði staðið að og leitt til lykta með heiðarlegum hætti. Ég elska hana. Ég elska hana svo heitt. I mínum huga er hún dásamleg kona. Ég sá hana einu sinni. Hún sneri sér við og brosti. Hún horfði á mig og brosti. Því næst vatt hún sér að leigubíl á bílastæðinu. Hún gaf bílstjóranum fyrirmæli, opnaði dyrnar, steig inn, lokaði dyrunum og horfði á mig út um gluggann í síðasta sinn, leigubíllinn ók af stað og ég sá hana aldrei eftir það. Brynhildur Þorgeirsdóttir þýddi. 50 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.