Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 54
Shirley Jackson Hlutaveltan Morgunninn 27. júní var heiður og sólbjartur með ferskum hita há- sumardags; blómin sprungu út af ákafa og grasið var djúpgrænt. Fólk- ið í þorpinu fór að safnast saman á torginu milli pósthússins og bankans um klukkan tíu; í sumum bæjum var svo margt fólk að hluta- veltan tók tvo daga og varð að hefjast 26. júní en í þessu þorpi, þar sem aðeins bjuggu um þrjú hundruð manns, tók öll hlutaveltan minna en tvo tíma svo að hún gat byrjað klukkan tíu um morguninn og samt verið búin nógu snemma til að þorpsbúar kæmust heim í hádegisverð. Börnin komu saman fyrst, að sjálfsögðu. Skólanum var nýlokið, sumarfríið rétt að byrja og hið nýfengna frelsi gerði flest þeirra eirðar- laus; þau söfnuðust hljóðlega saman um stund áður en þau skelltu sér í háværan leik og þau töluðu enn um skólastofuna og kennarann, um bækur og áminningar. Bobby Martin hafði þegar troðið vasa sína fulla af steinum og hinir strákarnir fóru brátt að dæmi hans og völdu slétt- ustu og ávölustu steinana; að lokum settu Bobby og Harry Jones og Dickie Delacroix - þorpsbúar báru þetta nafn fram „Dellacroj“ - fullt af steinum saman í hrúgu í einu horninu á torginu og sátu vörð um hrúguna þegar hinir strákarnir reyndu að stela úr henni. Stúlkurnar stóðu afsíðis, töluðu sín á milli og gutu augunum á strákana, og minnstu börnin veltust um í göturykinu eða héldu fast í hendurnar á eldri systkinum sínum. Brátt fóru karlmennirnir að safnast saman, virtu fýrir sér börnin sín og töluðu um ræktun og rigningu, dráttarvélar og skatta. Þeir stóðu saman, þarri steinahrúgunni í horninu, og göntuðust í hálfum hljóð- um og þeir brostu frekar en hlógu. Konurnar, sem voru í upplituðum morgunkjólum og treyjum, komu rétt á eftir karlmönnunum. Þær heilsuðust og skiptust á slúðri á leiðinni til eiginmanna sinna. Brátt fóru konurnar, þar sem þær stóðu hjá mönnum sínum, að kalla á börnin sín en börnin komu nauðug og það þurfti að kalla á þau fjórum 52 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.