Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 55
HLUTAVELTAN eða fimm sinnum. Bobby Martin smeygði sér undan fálmandi taki móður sinnar og hljóp hlæjandi aftur að steinahrúgunni. Faðir hans byrsti sig og Bobby kom fljótt og tók sér stöðu milli föður síns og elsta bróður. Hlutaveltunni - eins og hópdansinum, unglingaklúbbnum, hrekkja- vökuskemmtuninni-var stjórnað af Summers sem hafði bæði tíma og orku til að sinna félagsmálum. Hann var búlduleitur, gamansamur maður og hann rak kolaverslunina og fólkið vorkenndi honum af því að hann átti engin börn og konan hans var skass. Þegar hann kom á torgið með svarta trékassann í fanginu fór kliður um þorpsbúa og hann veifaði og kallaði: „Dálítið seinn í dag.“ Póstmeistarinn, Graves, kom á eftir honum með þrífættan koll í fanginu og kollurinn var settur á mitt torgið og Summers setti svarta kassann á hann. Þorpsbúar héldu sig í hæfilegri fjarlægð og höfðu bil milli sín og kollsins og þegar Summers sagði: „Vill einhver ykkar pilta aðstoða mig?“ kom nokkurt hik á menn áður en tveir þeirra, Martin og elsti sonur hans, Baxter, gengu fram til að halda kassanum kyrrum á kollinum meðan Summers hrærði í pappírsmiðunum sem voru í honum. Upphaflegur útbúnaður hlutaveltunnar hafði týnst fyrir löngu og svarti kassinn, sem nú stóð á kollinum, hafði verið tekinn í notkun áður en Warner gamli, aldursforsetinn í bænum, fæddist. Summers talaði oft við þorpsbúa um að búa til nýjan kassa en enginn vildi raska þeirri hefð, sem svarti kassinn var fulltrúi fyrir, þó lítil væri. Sagan seg- ir að kassinn sem nú var í notkun hafi verið búinn til úr hlutum úr kassanum á undan en hann hafði verið settur saman þegar fyrstu íbú- arnir settust hér að og mynduðu þorp. Á hverju ári, eftir hlutaveltuna, fór Summers að tala um nýjan kassa en á hverju ári fjaraði sú umræða út án þess að nokkuð væri gert. Svarti kassinn varð máðari með hverju árinu; nú var svo komið að hann var ekki lengur allur svartur heldur hafði flísast illa úr annarri hliðinni svo að sá í viðarlitinn og sums stað- ar var hann upplitaður eða blettóttur. Martin og elsti sonur hans, Baxter, héldu svarta kassanum tryggi- lega á kollinum þar til Summers hafði hrært rækilega í pappírsmiðun- um með hendinni. Vegna þess hve margir af helgisiðunum voru gleymdir og grafnir hafði Summers fengið því framgengt að pappírs- miðar kæmu í stað tréflísanna sem höfðu verið notaðar kynslóðum saman. Tréflísar höfðu verið ágætar, fullyrti Summers, þegar þorpið TMM 1999:3 www.mm.is 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.