Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 57
HLUTAVELTAN voru farnir og mundi þá að það var tuttugasti og sjöundi og kom hlaupandi.“ Hún þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni og frú Delacroix sagði: „Þú komst samt í tæka tíð. Þeir láta enn dæluna ganga þarna upp frá.“ Frú Hutchinson teygði álkuna til að sjá í gegnum hópinn og kom auga á mann sinn og börn sem stóðu framarlega. Hún klappaði frú Delacroix á handlegginn á kveðjuskyni og tók að ryðja sér braut í gegnum hópinn. Fólkið hleypti henni í gegn með glöðu geði; tveir eða þrír sögðu með röddu sem rétt heyrðist yfir hópinn: „Hérna kemur frúin þín, Hutchinson,“ og „Bill, hún náði eftir allt saman.“ Frú Hutchinson komst til mannsins síns og Summers, sem var farinn að bíða, sagði glaðlega: „Hélt við yrðum að halda áfram án þín, Tessie.“ Frú Hutchinson sagði brosandi: „Þú hefðir ekki viljað að ég skildi diskana mína eftir í vaskinum, er það Joe?“ og daufur hlátur barst um hópinn um leið og fólkið færðist aftur á sinn stað eftir komu frú Hutchinson. „Jæja þá,“ sagði Summers alvarlega, „það er víst eins gott að byrja, ljúka þessu af svo að við getum farið aftur að vinna. Vantar einhvern?“ „Dunbar,“ sögðu nokkrir, „Dunbar, Dunbar.“ Summers gáði á listann. „Clyde Dunbar,“ sagði hann, „það er rétt. Hann fótbrotnaði, er það ekki? Hver dregur fyrir hann?“ )yÆtli það sé ekki ég,“ sagði kona nokkur og Summers sneri sér að henni. „Eiginkona dregur fyrir manninn sinn,“ sagði Summers. „Áttu ekki fullorðinn pilt til að gera það fyrir þig, Janey?“ Þó að Summers og allir aðrir í þorpinu vissu svarið fullvel þá var það í verkahring stjórn- anda hlutaveltunnar að spyrja slíkra spurninga formlega. Summers beið fyrir kurteisis sakir meðan frú Dunbar svaraði. „Horace er enn ekki nema sextán,“ sagði frú Dunbar hrygg. )VÆtli ég þurfi ekki að hlaupa í skarðið fyrir þann gamla í ár.“ „Einmitt,“ sagði Summers. Hann merkti við á listann sem hann hélt á. Síðan spurði hann: „Dregur Watson pilturinn í ár?“ Hávaxinn piltur í hópnum rétti upp höndina. „Hér,“ sagði hann, „Ég dreg fyrir okkur mömmu.“ Hann deplaði augunum órólega og laut höfði snögglega þegar nokkrar raddir í hópnum sögðu eitthvað á þessa leið: „Góður drengur, Jack.“ Og: „Fínt að sjá að móðir þín á karl- mann í þetta.“ TMM 1999:3 www. mm. ís 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.