Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 58
SHIRLEYJACKSON „Jæja,“ sagði Summers, „ég býst við að allir séu komnir. Komst Warner gamli?“ „Hér,“ heyrðist sagt og Summers kinkaði kolli. Skyndilega sló þögn á hópinn þegar Summers ræskti sig og leit á list- ann. „Eru allir tilbúnir?“ kallaði hann. „Nú mun ég lesa nöfnin - fjöl- skyldufeður fyrst - og karlmennirnir koma og taka miða úr kassanum. Haldið miðanum samanbrotnum í hendinni án þess að líta á hann þar til allir eru búnir að draga. Skilið?“ Fólkið hafði gert þetta svo oft að það hlustaði bara með öðru eyranu á fyrirmælin; flestir voru hljóðir, sleiktu varirnar, horfðu ekki í kring- um sig. Þá rétti Summers upp aðra höndina og sagði: „Adams.“ Maður nokkur kom út úr hópnum og gekk fram. „Sæll, Steve,“ sagði Sum- mers og Adams sagði: „Sæll, Joe.“ Þeir glottu hvor til annars alvarlega og órólega. Síðan seildist Adams inn í svarta kassann og tók saman- brotinn miða. Hann hélt fast í hornið á honum um leið og hann sneri sér við og flýtti sér aftur á sinn stað í hópnum þar sem hann stóð ör- stutt frá fjölskyldu sinni, leit ekki á höndina. „Allen,“ sagði Summes, „Anderson ... Bentham.“ „Það er eins og það líði enginn tími milli hlutaveltna lengur,“ sagði frú Delacroix við frú Graves í öftustu röð. „Það er eins og við höfum rétt verið að ljúka þeirri síðustu af í vikunni sem leið.“ „Tíminn flýgur svo sannarlega,“ sagði frú Graves. „Clark ... Delacroix.“ „Þarna fer bóndinn minn,“ sagði frú Delacroix. Hún hélt niðri í sér andanum meðan maður hennar gekk fram. „Dunbar,“ sagði Summers og frú Dunbar gekk ákveðin að kassan- um meðan ein af konunum sagði: „Áfram, Janey,“ og önnur sagði: „Sko hána.“ „Við erum næst,“ sagði frú Graves. Hún fylgdist með þegar Graves gekk fram fyrir kassann, heilsaði Summers þunglega og valdi pappírs- miða úr kassanum. Þegar hér var komið voru menn um allan hópinn með litla samanbrotna miðana og veltu þeim órólega í stórgerðum höndunum. Frú Dunbar og synir hennar tveir stóðu saman, frú Dun- bar hélt á pappírsmiðanum. „Harburt... Hutchinson.“ 56 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.