Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 67
HVENÆR ER STÚLKA STÚLKA? sögumaður tekur við fólkið sem þekkir hana. Og svo vitanlega í gegnum sögumanninn sjálfan. Nánar verður rætt um þessa frásagnaraðferð síðar. Hinsegin stúlka Ótti söguhetjunnar við speglanir, sem lýst var hér að ofan, tengist að sjálf- sögðu því að hún er „í felum“. Hún er þó ekki „í felum“ með kynhneigð sína, eins og hefðbundin (yfirfærð) merking þessa orðatiltækis vísar yfirleitt til, heldur er hún í felum með þá staðreynd að hún er kynskiptingur. Hún fædd- ist sem drengur en var breytt í stúlku: „Hún er og verður læknisfræðilegt af- rek. Ef ekki sálfræðilegt líka. Uppgötvaði þetta allt saman á fermingardaginn sinn.“ (107) Þetta er leyndarmál Auðar og sú þjáning sem hún er að kljást við sumarið sem hin eiginlega frásögn Sögu afstúlku tekur til. Og ekki er nema von að stúlkan þjáist. Hún hefur reynt bókstaflega/líkamlega þá geldingu sem Freud vildi meina að allar konur hefðu sálræna reynslu af. Hún fæddist sem drengur: - Svo veiktist ég. Það er allt og sumt. Fékk þvagfærasýkingu þegar ég var átta vikna gamall. Var lagður inn á sjúkrahús og viku seinna var limurinn fjarlægður. Þetta var krónísk sýking og hann alveg stíflaður. 1 raun biðu þeir næstum of lengi. Ég var nær dauða en lífi þegar þeir tóku afmér typpið. Samt er þetta ekkert einsdæmi hér á landi ...“(109) Auður Ögn hefur því í raun verið geld tvisvar. í fyrra sinnið líkamlega átta vikna gömul. Og svo hefur hún - eins og allar stúlkur - gengið í gegnum hina sálrænu geldingu á ödipusarstigi þroskans, þegar hún lærði að hún var kven- kyns (geldur karlmaður, samkvæmt Freud) og að haga sér samkvæmt því. Þegar Auður kemst að því sanna um hið tilbúna kyn sitt hrynur sá grund- völlur sem sjálfsmynd hennar hefur byggt á. Hún er ekki lengur „eðlileg“ stúlka, hún mun ekki geta aukið kyn sitt og „lífið er í algerri þversögn við heiminn“, eins og segir á einum stað í sögunni. (81) Mikilvægi þessarar stað- reyndar, að kynfæri Auðar eru „gagnslaus" (í hinum gagnkynhneigða, sam- félagslega skilningi, þar sem allt miðar að því að viðhalda mannkyninu), er margítrekað í sögunni. Barnshafandi konur eru allt í kringum Auði (systir hennar og stjúpmóðir) og fara ósegjanlega í taugarnar á henni. Sjálf hugsar hún á þessa leið þegar hún skoðar hið tilbúna líffæri sitt: Horfir inn í sjálfa sig í speglinum. Þetta á hún. Þetta er hún. Þetta er stóra leyndarmálið. Eitt stykki píka. Ekki til að pissa með. Nei, það hefði bara þurft lítið gat til þess. Og ekki er þessi píka til að skíta börnum með. Engin innri líffæri til þess. Þessi píka er beinlínis til að ríða. (91) TMM 1999:3 www.mm.is 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.