Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 69
HVENÆR ER STÚLKA STÚLKA? inu, dauðar en lifandi á lifandi blóði þeirra sem gera sína skyldu í samfélaginu.6 Tengingarnarvið Sögu afstúlku blasa við í þessum texta Dagnýjar. í fyrsta lagi eru „neikvæðar“ hliðar andstæðuparanna: falinn, einkamál, minnihluti, samsæri, gervi, veikindi, það ólíka o.s.frv., gegnumgangandi í öllu myndmáli sögunnar. í öðru lagi er það „þörf einstaklinga og samfélags fyrir barnsfæð- ingar“ sem plagar Auði Ögn sífellt, auk þess sem henni frnnst hún vera geld, úrkynjuð, auð (Auður?) og tóm. Síðastnefnda tilfinningin tengist sérstaklega kynfærunum: „Engir eggjastokkar, ekkert móðurlíf. Bara þetta gat sem verð- ur að fyllast." (107) Hún skilgreinir kynfæri sín sífellt sem vöntun, það sem ekki er, það sem ekkert er. Við þetta myndmál auðnar og tóms bætist síðan mynd hins illa, hún skoðar sjálfa sig að neðan og úrskurðar: „Hið djöfullega getur verið svo sakleysislegt ásjónar." (91) Hvemig kynlíj? Eins og fram hefúr komið er það kynið, kynfærið og kynlífið sem eru aðalat- riðin í sjálfsmyndarkreppu Auðar og leit hennar að merkingu. Hún þráir „að líf hennar eigi eftir að taka hamskiptum" (88), að hún eigi eftir að verða „eðlileg“ (sem hún jafnframt veit að hún getur aldrei orðið). Auði dreymir um elskhuga unglingabókanna og ástarsagnanna og hún yfirfærir óra sína um draumaprinsinn yfir á Ragnar, hinn ókunna sendanda hinna undarlegu bréfa sem henni taka að berast alls óvænt. Draumurinn um Ragnar verður það haldreipi sem Auður hangir í þegar allt virðist vera að leysast upp í kringum hana. Og það er hann sem hún velur sem sinn fyrsta elskhuga, löngu áður en hún hittir hann í eigin persónu. Það er Ragnar sem á að „afmeyja" Auði (orðið fær skemmtilega undarlega merk- ingu í tilviki Auðar sem var „afsveinuð" í frumbernsku). Hún lætur sig dreyma um ástafund þeirra og trúir því að Ragnar muni frelsa sig undan þeirri sundruðu sjálfsmynd sem hún hefur burðast með fr á því að hún komst að „óeðli“ sínu á sjálfan fermingardaginn. Spurningin um það hvernig kynlífi Auður á að lifa leitar á hana aftur og aftur framan af sögu. Með konum eða með körlum? Eða á hún kannski að af- neita kynlífi, eins og móðir hennar telur?: „Þykist vera frelsuð og talar bara tóma steypu. Segir að ég sé einhvers konar viðundur sem megi hvorki vera lesbía né gagnkynhneigð.“ (110) Það er í persónu Hrafnhildar, móður Auð- ar, sem hin gagnkynhneigða skylda brýst hvað gleggst í gegn. Hrafnhildur er fyrrverandi alkohólisti sem hefur frelsast og í orðum hennar og skoðunum birtast boð og bönn hins kristilega lögmáls feðranna í öllu sínu veldi: TMM 1999:3 www.mm.is 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.