Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 74
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR sé ekki bók sem henti unglingum, þvert á móti tel ég að unglingar geti haft af henni gaman og þó nokkurt gagn (eins og reyndar að flestum góðum og athyglisverðum ,,fullorðinsbókum“). En fjarvera Sögu afstúlku meðal nýrra íslenskra skáldsagna (fyrir fullorðna) sýnir klárlega misskilning forráða- manna verslunarinnar á innihaldi hennar því þetta er skáldsaga sem er í virkri samræðu við aðrar samtímabókmenntir og póstmódernísk fræði - eins og áður er getið. Athyglisvert er að sögur af ungum stúlkum hafa verið nokkuð áberandi síðustu ár (kannski svar við flóði drengjasagna áttunda og níunda áratugarins). Saga af stúlku er í samræðum við verk eins og Hellu, Hallgríms Helgasonar, Svaninn, eftir Guðberg Bergsson, Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón, eftir Vigdísi Grímsdóttur, og jafnvel Veröld Soffíu, eftir Jostein Garder.9 (Einnig mætti fara enn lengra aftur og benda á Sölku Völku, og þá sérstaklega það flókna mæðgnasamband sem þar er lýst). Flestar þessar bæk- ur fjalla á sinn hátt um tilurð kynsins og merkingu þess í samfélagi okkar og í þeirri samræðu tekur Mikael Torfason þátt með eftirtektarverðum hætti.10 Hitt er þó einnig ljóst að höfundur Sögu afstúlku er líka í meðvitaðri sam- ræðu við íslenskar unglingabækur. Eða öllu heldur má segja að hann taki íróníska afstöðu til ákveðinnar tegundar íslenskra unglingabóka. Þetta gerir hann með því að nota útúrsnúning á þekktum unglingabókatitlum í kafla- fyrirsagnir bókarinnar, svo sem „Draugar í sleik gráta víst og geta jafnvel ver- ið á föstu“. Með slíkum útúrsnúningum er Mikael Torfason kannski að lýsa frati á bækur, markaðssettar sérstaklega fyrir unglinga, sem lýsa á yfirborðs- legan hátt lífi unglinga og samskiptum þeirra undir áhrifum af lélegum amerískum bíómyndum og snöggsoðinni sálfræði. Bókum þar sem eðlis- hyggjan og hin gagnkynhneigða regla ríkir ofar öðru í allri sinni dýrð. Slík gagnrýni er löngu tímabær. Ajtanmálsgreinar 1 Geir Svansson. „Ósegjanleg ást. Um hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku sam- hengi.“ Skírnir, haust 1998, bls. 478. 2 Mikael Torfason. Saga af stúlku. Forlagið 1998. Hér eftir verður vísað til bókarinnar með blaðsíðutölum í sviga í meginmáli. 3 Ég bendi áhugasömum á ofannefnda grein Geirs Svanssonar í Skírni, i bók Dagnýjar Krist- jánsdóttur Kona verður til, Bókmenntafræðistofnun og Háskólaforlagið, 1996, á grein Dagnýjar Kristjánsdóttur í Kistunni, vefriti um hugvísindi, (ritstjóri: Matthías Viðar Sæmundsson), og grein Sigríðar Þorgeirsdóttur í Fjölskyldan og réttlœtið, (ritstjórar: Jón Kalmannsson, Magnús Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir), Siðffæðistofnun Háskóla Islands 1998. 4 Það sem hér fer á eftir er byggt að mestu leyti á grein Dagnýjar Kristjánsdóttur: „Skápur, skápur, herm þú mér...“ Sjá Kistan, vefrit um hugvísindi, (ritstj. Matthías Viðar Sæmunds- son). http://www.hi.is./~mattsam/Kistan/-private/dagny.htm J 72 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.