Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 81
Dáni maðurinn Maðurinn og sveðjan hans voru nýbúin að hreinsa fimmta stíginn á bananaekrunni. Enn voru tveir eftir; báðir þéttvaxnir illgresi og villijurtum . . . hann átti því lítið eftir. Hann leit ánægður á hreinu runnana og fór yfir gaddavírinn til að teygja andartak úr sér á grasinu. En þegar hann hélt vírnum niðri til að smjúga milli strengjanna skrikaði honum vinstri fótur á berki sem hafði losnað frá stólpanum og um leið missti hann sveðjuna úr hendinni. f fallinu hafði hann óljóst á tilfinningunni að hann sæi ekki sveðjuna greinilega á jörðinni. Nú lá maðurinn á grasinu, á hægri hliðinni, eins og hann hafði lang- að til. Munnurinn sem galopnaðist lokaðist nú líka. Hann lá eins og hann hafði ætlað sér: hnén kreppt og vinstri höndin á brjóstinu. En á bak við framhandlegginn; rétt undir beltinu stóð skaftið út og hálft sveðjublaðið; annað sást ekki. Hann reyndi að hreyfa höfuðið, árangurslaust. Hann gaut augun- um á skaftið á sveðjunni sem var enn vott af svita eftir höndina. í hug- anum reiknaði hann út hvað sveðjan stæði djúpt inn í kvið hans og komst að þeirri köldu, nákvæmu og óhrekjanlegu niðurstöðu að hún næði að endalokum tilveru hans. Dauðinn. Á meðan maður lifir hvarflar oft að honum að einn góðan veðurdag komi að því að hann standi í röðinni við þröskuld dauðans, eft ir undirbúning sem hefur varað í ár, mánuði, vikur og daga. Þannig er lögmál örlaganna, sem maður viðurkennir og þekkir svo vel að við leyfum hugarfluginu að leiða okkur róleg að þessu andartaki, því allra mesta, þegar við andvörpum í hinsta sinn. Upplifum við ekki ótal drauma, áföll, vonir og harmleiki í lífinu frá fyrsta og fram að síðasta andvarpi? Hvers getum við krafist ennþá af fullfrískri tilverunni áður en henni er hrundið af sviði lífsins? Dauðinn er víðsþarri og það sem við eigum enn eft ir að reyna er ófyrirsjáanlegt! Svona er huggunin, un- aðurinn og ástæðan fyrir heilabrotum okkar um dauðann. TMM 1999:3 www.mm.is 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.