Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 85
Tryggvi Már Gunnarsson Leikhúsið og lífið Um leiklistarkenningar Antonin Artauds Antonin Artaud er einn af merkari menningarffumkvöðlum þessarar aldar á sviði leiklistar - og leikhúsfræða. Þekktastar eru hugmyndir hans um hið svokallaða Grimmdarleikhús þar sem flest öll viðmið hinnar vestrænu leik- húshefðar eru talin óþörf og í raun til trafala fyrir hið sanna eðli leiklistar- innar. Saga Artauds er á köflum með miklum ólíkindum, hann var m.a. lokaður inni á geðsjúkrahúsi frá 42 ára aldri til fimmtugs og hlaut þar illa meðferð. Skoðanir manna á Artaud eru gríðarlega misjafnar, sumir vilja af- skrifa hann sem geðsjúkling en aðrir upphefja hann sem einn mesta snilling leiklistarsögunnar. Lífsferill Antonin Artaud fæddist í Marseille þann 4. september 1896. Hann var ungur hneigður til listrænnar tjáningar og birti m.a. ljóð í skólatímaritum. En þeg- ar hann var aðeins 18 ára gamall gerði alvarlegt þunglyndi fyrst vart við sig og hann eyðilagði þá allt sem hann hafði skrifað og árið eftir var hann í fyrsta skipti sendur á geðsjúkrahús. Hann var síðan sendur til Parísar árið 1920 í meðferð hjá virtum geðlækni, dr. Toulouse að nafni. Dvölin í París gerði honum gott vegna þess að dr. Toulouse var bókmenntalega sinnaður og sá mikið efni í Artaud. Hann sá í honum mann sem rambaði á milli þess að vera snillingur og geðsjúklingur og af þeim sökum fékk Artaud alveg sérstaka meðferð. Tengsl dr. Toulouse inn í bókmenntaheiminn leiddu svo til þess að árið 1921 komst Artaud loks inn í leikhús þegar hann lék í fyrstu uppfærslu sinni hjá hinu byltingarkennda Théátre de l’œuvre sem setti upp Bubba kóng eftir Alfred Jarry árið 1896, fæðingarár Artauds. Árið 1926 stofnaði hann Leikhús Alfred Jarry og ætlaði að nota það sem vettvang fyrir tilraunastarf- semi, meðal annars með það að blanda saman leikhúsi og kvikmyndum. Þessi verkefni ollu þó ekki þeim straumhvörfum sem Artaud hafði ætlað sér og Leikhús Alfred Jarry leið undir lok um 1928. Eftir það upphófst tímabil ör- væntingar og ákafrar leitar að nýjum miðli til að tjá hugmyndir sínar. Hann varð stöðugt háðari eiturlyfjum á þessu tímabili og í örvæntingunni sem TMM 1999:3 www.mm.is 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.