Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 86
TRYGGVl MÁR GUNNARSSON fylgdi honum varð hann sífellt veikari á geði. Árið 1935 fékk hann tækifæri til þess að setja upp leiksýningu og var þá orðinn svo ákveðinn í að bylta leikhúsinu að hugmyndir hans voru álitnar of framúrstefnulegar og jafnvel leikararnir áttu í erfiðleikum með að sætta sig við hugmyndir hans. Upp- setningin á hans eigin verki, Les Cencis, varð einhverskonar millilending milli hugmynda hans og hugmynda leikaranna og féll eftir aðeins 17 sýn- ingar. Þar með varð Artaud ljóst að honum hafði mistekist ætlunarverk sitt. Honum tókst því næst að afla sér fjár og velvildar til þess að fara sem eins- konar menningarfulltrúi til Mexíkó árið 1936 þar sem hann átti að skrifa um fjarlæga menningarheima og kynna franska menningu fyrir heimamönn- um. Þegar hann kom svo heim í lok árs 1936 var hann orðinn verulega tekinn af lyþamisnotkuninni og var sendur í afeitrun vorið eftir. Hann settist aftur að í París en var nú orðinn endanlega geðveikur og upphófst nú langt hnign- unartímabil. Hann var síðan lokaður inni á geðveikrahæli í átta ár þar sem hann fékk hræðilega meðferð eins og sjá má á bréfum sem honum var leyft að senda vinum sínum og félögum. Árið 1944 hafði safn verka hans verið endurútgefið undir nafninu Leikhúsið og tvífariþess (Le théátre etson double) og hlotið mjög jákvæðar undirtektir meðal listamanna og hugmyndir hans fengu loks byr undir báða vængi. Það leiddi til þess að árið 1946 tók meiri- hluti listaelítu Parísar sig til og safnaði fé til þess að fá hann lausan. í kjölfarið fékk hann sífellt fleiri tækifæri til að fá texta sína birta en um leið hófst gegndarlaus eiturlyfjaneysla og hann lést árið 1948, illa farinn aflyfjanotkun og geðsjúkrahúsavistun. Leikhúsverk hans hafa ekki lifað en hugmyndir hans um eðli og hlutverk leikhússins hafa lifað í kenningum ýmissa yngri leikhúsffömuða og leikstjóra enda má segja að hann hafi snert á hjarta leik- hússins í sumum hugmynda sinna.1 Artaud og leikhúsið Ein af fyrstu grundvallarhugmyndum Artauds var sú að bylta vestrænu leik- húsi og víða í ritum sínum segir hann að leikhúsmenning samtímans sé komin að endastöð. Nánast allt það leikhússtarf sem hann kom nálægt í París á 3. og 4. áratug aldarinnar var óhefðbundið og hann tók virkan þátt í þeirri gerjun sem átti sér stað í evrópsku menningarlífi eftir fyrra stríð og hefur oft verið kennd við módernisma og framúrstefhu. Hugmyndir Artauds um leik- hús voru í fýrsta lagi markvisst niðurrif á hefðum natúralismans sem var ráðandi leikhúsform við upphaf aldarinnar og hefur hann verið tengdur við menn eins og Nietzsche og Richard Wagner í Þýskalandi, Lugné-Poe, Copeau og Gémier í Frakklandi og Stanislavskíj í Rússlandi.2 í greininni 84 www.mm.is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.