Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 92
TRYGGVI MÁR GUNNARSSON Hann sá í þessari sýningu einhver sérkenni sviðsins og leikhússins sem komu róti á huga hans og taldi þess vegna nauðsynlegt að færa það yfir á vestræna leik- húshefð til að skapa merkingu í hinu sjónræna og auka þannig vægi þess. Hugmyndir Artauds kölluðu einnig á öðruvísi leikhúsbyggingar til þess að allar þessar nýjungar næðu tilætluðum áhrifum. Hann vildi setja áhorf- endur í miðjan salinn og láta sýningarnar fara fram á pöllum allt í kring. Þannig taldi hann auðveldast að koma áhorfendum á óvart og með því að láta þeim bregða yrði hægt að koma á líkamlegri skynjun sem gæti tengt þá við lífið. Af öllu þessu má ráða að í Grimmdarleikhúsinu er um að ræða sýningu sem er marglaga í skynjun áhorfandans: Hún notar augljóslega hreyfmgar, hljóma, takt, en einungis upp að því marki að þetta vinni allt saman að því að skapa þá tjáningu sem allt snýst um án þess að uppheíja einhverja eina listtegund.21 Fyrir Artaud var mikilvægt að tengja áhorfandann við líkama sinn og hann átti að upplifa tilfinningarnar, lífið á líkamlegan hátt. Verk Artauds sjálfs endurspegla þessar kenningar að miklu leyti. Les Cencis inniheldur nokkuð heildstæð samtöl sem eru skiljanleg af því einu að lesa þau. En fullum áhrif- um textans tel ég þó að verði ekki náð nema með því að sjá leiklýsingarnar fá á sig mynd á sviði. Taktur sýningarinnar skiptir t.d. miklu máli í sýningunni og skiptast þá á hraðar og hægar senur eins og sjá má í þriðja atriði fyrsta þáttar þar sem segir í leiklýsingu: „Uppnámið hættir skyndilega. Alger þögn. Allir standa grafkyrrir."22 Og örstuttu seinna verður aftur mikið uppnám og: Óreiða. GESTIR færa sig allir aftar. Þeir flýta sér um allt, örvæntingar- fullir, halda áff am eins og þeir séu í orrustu, en skelfilegri orrustu. Þeir eru um það bil að fara að ráðast á draug, hendurnar upp reiddar eins og þeir haldi á spjótum eða skjöldum.23 Þó svo að verkið fjalli um ást og afbrýði og flétta þess komi ekki sérlega á óvart eru það leiklýsingar eins og þessi sem gera verkið öðruvísi og sýna um leið hvaða leiðir Artaud vildi fara. Önnur verk eins og Blóðslettan24 og Heimspekingagrjótið eru enn grófari og vektu sennilega enn meiri áhrif en Les Cencis. Leiklýsing úr Blóðslettunni hljóðar t.d. svona: Þögn: Hávaði sem virðist koma frá risastóru hjóli sem snýst og blæs vindhviðum. Hvirfilbylur kemur upp á milli þeirra. Á því augnabliki skella tvær stjörnur saman og röð kjötmikilla útlima falla niður. Síðan falla fætur, hendur, höfðuleður, grímur, súlur, súlnagöng, bænahús og flöskur hægar og hægar eins og í tómarúmi, síðan þrír sporðdrekar, 90 ww w. m m. is TMM 1999:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.