Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 105
LORENZO VALLA, ÁRNI MAGNÚSSON OG . . . þess í stað „nokkurri fjarlægð“ og „heildarsamhengi“ (bls. 147). Ég fullyrði að hvort tveggja verði að vera fyrir hendi, smámunir og yfirsýn, og reyni í því sem á eftir fer að nota setningu Einars um Valla sem tilefni umhugsunar um það hvernig fjalla ber um erlent samhengi íslenskrar sögu. Effir á að hyggja sýnist mér að meira hefði þurft að vera af slíku í minni bók. II Lorenzo Valla gekk þrítugur í þjónustu Alfonso konungs af Aragon og Sikiley sem um þær mundir, árið 1437, ffeistaði þess að ná Napólí á sitt vald. Höfuð- stöðvar konungs voru í bænum Gaeta fyrir norðan Napolí og þar sat Valla við hirðina næstu árin eða fylgdi konungi í hernað. Verkefni Valla voru að þýða grísk fornrit yfir á latínu og að skrifa rit um heimspeki og annað sem konungur hafði ánægju af, sem og ævisögu hans. Á þessum árum skrifaði Valla sín helstu rit um latneska tungu (De elegantia linguae latinae), heimspeki (Repastinatio dialecticae etphilosophiae) og guðfræði (De libero arbitrio). Hann naut virð- ingar menntamanna en hafði jafhframt aflað sér óvildar með háðsglósum og þrætugirni. Hann settist að í Napólí þegar Alfonso náði henni á sitt vald sum- arið 1442 og var þar næstu sex árin, að honum tókst eftir ítrekaðar tilraunir að komast í þjónustu páfa í fæðingarborg sinni Róm. Nikulás páfi fimmti var þá nýtekinn við og á hans vegum starfaði Valla og síðan hjá Calixtusi þriðja en kenndi jafhffamt mælskufr æði við háskólann í Róm. Valla lést 1. ágúst 1557.5 Meðal þess sem Valla skrifaði í þjónustu Alfonso var ritið Defalso credita et ementita Constantini donatione eða Um falsað og ranglega álitið gjafabréf Konstantínusar. 1 sem stystu máli tók hann sér fyrir hendur að sýna fram á að skjal sem páfar höfðu um aldabil notað til að rökstyðja veraldleg yfirráð sín í stórum hluta Ítalíu og nokkurt vald almennt yfir keisurum og konungum í Evrópu, nefnilega gjafabréf Konstantínusar keisara í Róm til Silvesters páfa í byrjun 4. aldar, væri falsað og þar með dautt og ómerkt. Rök hans voru af tvennum toga. í fyrri hluta verksins beitti hann sögulegum rökum til að sýna fram á að þessi afhending gat ekki hafa átt sér stað. Meint gjöf Konstantínusar var sögulega ómöguleg: hann var ekki í aðstöðu til að gera þetta og páfi ekki til að taka við veraldlegum yfirráðum. Gjöf sem þessi hefði brotið í bága við skilgreiningu keisaralegs valds á þessum tíma og sjálfsmynd kirkjunnar, sem enn hafði lítil sem engin ítök í rómversku samfélagi. Hvorug- ur þeirra hefði verið með fullu viti að gera svona nokkuð! Þar að auki voru engin önnur gögn til ffá þessum tíma eða næstu áratugum og öldum um slíka gjöf sem hefði áreiðanlega mætt andstöðu valdamikilla manna í Róm. í síðari hluta bendir Valla á málfarsleg atriði og ýmis önnur sem sýna að textinn gat ekki verið skrifaður á 4. öld heldur hlaut að vera yngri. Til dæmis TMM 1999:3 www.mm.is 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.