Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 14

Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 14
12 Jakob Benediktsson retorískum stílbrögðum. Þar eru að verki kirkjunnar menn, allt frá Grími Hólmsteinssyni til norðlenska skólans sem kenndur hefur verið við Berg Sokkason og hans samtíð á fyrri hluta 14. aldar. Með þessum stílsmáta eru bæði endursamdar eldri heilagra manna sögur og biskupasögur, og helgisögur eru þýddar að nýju. Þessi stíll er greinilega upprunninn hjá klerkum og klaustra- mönnum og er í algerri andstæðu við hinn innlenda sögustíl og engu síður við þann stíl sem tíðkaðist í elstu þýðingum helgirita. Fyrirmyndanna er vafalaust að leita í latínuritum og undirstaðan sennilega vaxandi latínulærdómur í klaustrum og á biskupsstólum ásamt auknum kosti erlendra bóka, en um hann sjást greinileg merki einmitt á þessu skeiði. Þetta einkennilega fyrirbæri í íslenskri bókmenntasögu hefur lítið verið rannsakað, og skýringar á þessari andhverfu stílþróun liggja ekki í augum uppi. Er þarna kannski um að ræða annarsvegar vaxandi sjálfstæði kirkjuvalds og nánari tengsl við erlendan kirkjulegan lærdóm, hinsvegar andstöðu leikmanna við kirkjunnar menn, samfara breyttum bókmenntasmekk í átt til meiri fágunar? Spyr sá sem ekki veit; en hér er ástæða til rannsóknar og vangaveltna sem eru á sviði bókmenntafræðinga. Eitt er þó nokkurn veginn ljóst: hvorug stefnan varð langlíf. Skrúðstíllinn missti máttinn þegar leið á 14. öldina, og svip- uðu máli gegnir um fágunina á stíl Islendingasagna. I yngri handritum eru skrifaðar upp sögur jafnt eftir lengri gerðum og styttri, án þess að á þeim séu gerðar verulegar stílbreytingar. Því hefur verið slegið fram að sú fágun á stíl Islendingasagna sem ég hef drepið á sé síðasti anginn af gamalli afstöðu skrásetjara til munnlegra sagna, því frjálsræði sem skrifararnir höfðu gagnvart efnivið sínum.3 Sú kenning er vitaskuld ósannanleg, og að minni hyggju ekki sennileg, enda hafa ekki verið færð að henni nein frambærileg rök. Raunar má minna á að styttingar koma líka fyrir á annars konar textum en Islendingasögum, svo sem í Stjórnarhand- ritinu AM 226 fol., sem skrifað er á þriðja fjórðungi 14. aldar. Þar er síðasti hluti Stjórnar talsvert styttur og breyttur, Rómverja saga mikið stytt, svo að stundum er aðeins um útdrátt að ræða, Alexanders saga einnig nokkuð stytt. Hér eru vitaskuld aðrar ástæður að baki en hugmyndir um munnlega geymd. Með þessum sundurlausu þönkum vildi ég aðeins benda á þau vandamál sem stafa af mismunandi varðveislu textanna og mismunandi gerðum sumra sagna, en bókmenntarannsóknir geta naumast leitt þær með öllu hjá sér, a. m. k. ekki ef þær ætla sér að kafa eitthvað í stíl þeirra og framsetningu. Og þá kemur enn að eilífðarvandamálinu um upphaflegan stíl Islendingasagna, hvernig hann er til orðinn og hverjar hafi verið fyrirmyndir hans. Nú ætla ég ekki að rekja deilurnar um sagnfestu og bókfestu, en eitt atriði vildi ég þó nefna til umhugsunar. Menn hafa löngum bent á að elstu þýðingar á norræna tungu, hómilíur og heilagra manna sögur, hafi þjálfað íslenskt ritmál áður en Islendingar fóru að semja konungasögur og Islendingasögur. Sá lærði miðaldafræðingur W. R Ker lét svo um mælt fyrir löngu að íslendingasögur væru engan veginn ómenguð norræn ritverk, óháð almennum bókmennta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.