Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 152
150
TorfiH. Tulinius
gerist á dögum Haraldar hárfagra, þ.e. sögutímann. Væri sagan látin gerast fyrr
væri hún vitaskuld ekki Islendingasaga. Annað tegundareinkenni sem skilur
Víglundar sögu frá fornaldarsögum og riddarasögum er hvernig tekið er á
yfirnáttúrulegum viðburðum, þ.e. söguhátturinn. I fyrirmyndum Víglundar
sögu úr hópi fornaldarsagna, Þorsteins sögu og Friðþjófs sögu, eru tröll, forynjur
og fjölkynngi ýmis konar sjálfsagðir hlutir. I Víglundar sögu eru yfir-
náttúrulegir viðburðir innan marka þess, sem virðist hafa þótt trúverðugt á
miðöldum. Gjörningaveður Kjölvarar til að reyna að drekkja Víglundi og
bróður hans, heyrir til þeirra bragða sem Islendingar á miðöldum virðist hafa
getað trúað á að galdrakona kynni og bragð Ólafar geisla til að verjast nauðg-
unartilraun Einars er varla nema sjónhverfing.
Jafnvel byggingu sögunnar svipar til margra Islendingasagna, því sagan hefst
í Noregi, þar sem forfaðir aðalhetjunnar lendir í útistöðum við konung og flyst
því til Islands, þar sem hetja sögunnar vex úr grasi. Þrátt fyrir alla þessa viðleitni
til að færa ástarsögu Víglundar og Ketilríðar í búning Islendingasögu, þá
stingur hún í stúf við flestar aðrar Islendingasögur, og það má vel vera að hún
hafi ekki heldur verið tekin gild sem slík af njótendum hennar á miðöldum. Að
minnsta kosti er það athyglisvert að í handritum er hún oftar skráð með
fornaldarsögum og riddarasögum, en með Islendingasögum.
En hvers vegna gengur það ekki að flytja rómönsumynstrið heim til Islands?
Hvers vegna gengur Víglundar saga ekki upp sem Islendingasaga? Látum þá
spurningu bíða enn um stund, því hún tengist annarri spurningu sem enn er
ósvarað um það hvernig landafræðin tengist flokkun fornsagnanna. Áður en ég
svara þessum spurningum vil ég kveðja til leiks ítalska táknfræðinginn og
rithöfundinn Umberto Eco.
I umfjöllun minni um Samsons sögu og Víglundar sögu hef ég á stundum
notað orðið „heimur", og sagt að höfundur leiddi njótendur verksins úr heimi
einnar bókmenntategundar í heim annarrar. Margir kannast við hugmyndir
Kanadamannsins Northrop Frye um flokkun bókmennta á grundvelli þess
hvers eðlis sá heimur er, sem þær setja á svið og hver sé máttur söguhetjunnar
sem hrærist í þessum heimi13. Hermann Pálsson og Paul Edwards hafa notað
þessar hugmyndir til að lýsa fornaldarsögum14.
Umberto Eco hefur gert merkar athuganir á samskiptum höfundar og
lesanda í bókmenntaverki. í ritgerð sinni Lector in fabula frá 197915, ræðir hann
nauðsyn þess að beita hugtakinu „mögulegir heimar“ (possible worlds), ef
takast á að skilja til hlítar hvernig þessi samskipti fara fram. Hvernig koma
„mögulegir heimar“ því við, hvernig höfundur kemur skipan á þau boð sem
hann vill að lesandinn nemi?
Tökum dæmi af lögregluþjóni. Þegar hann skrifar skýrslu um umferðar-
óhapp gerir lögregluþjónninn ósjálfrátt ráð fyrir ákveðinni þekkingu lesanda
síns - varðstjórans eða tryggingarfélagsins - á heimi, þar sem umferðaróhöpp
eiga sér stað. Annars þyrfti hann að útskýra að bifreið er vélknúið farartæki,
sem fer eftir malbikuðum brautum, sem nefnast götur, og lýtur stjórn mann-