Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 39
Leitin að landinu fagra“
37
Faðir íslenska skólans svokallaða í rannsóknum á íslenskum fornbókmenntum
var Björn M. Ólsen. Háskólafyrirlestrar hans frá árunum 1911-17 voru ekki
gefnir út fyrr en hann var kominn undir græna torfu, á árunum 1937-39, og þá
raunar aðeins hluti þeirra lestra sem snúa að íslendinga sögum (Björn M. Ólsen
1937-39). Um þá útgáfu sáu þeir Einar Ólafur Sveinsson og Sigfús Blöndal, en
Sigurður Nordal hafði eftirlit með henni af hálfu Bókmenntafélagsins. Þeir
Sigfús og Einar segja m.a. í formálsorðum sínum um útgáfustefnuna:
Athugun handritsins leiddi í ljós, að ekki væri rétt að gefa það allt út, því að það var
ekki til þess búið af höfundi; varð þá að velja úr. Lögð var áherzla á það, sem helzt
var nýjung í, en sneitt hjá hinu, sem til voru um prentaðar ritgerðir frá hendi B. M.
Ó. eða að efni til var í samræmi við skoðanir samtíðarmanna hans. En vel þótti fara
á því, að hér kæmi í ljós, að B. M. Ó. hefur margsinnis komið fram með skoðanir,
sem aðrir fræðimenn hafa síðan haldið fram, oft án þess að þekkja til rannsókna hans;
menn, sem lesið hafa formálana í „íslenzkum fornritum", munu auk skyldleika í
heildarskoðun, sem útgefendunum hefur verið vel kunn, taka eftir sameiginlegum
skilningi um mörg einstök atriði, og hafa þeir þá oft á sjálfstæðan hátt komizt að
sömu niðurstöðu."
(Björn M. Ólsen 1937-39, iii)
Margir þeirra sem lesið hafa þessa ágætu fyrirlestra í eiginhandarriti Björns eða
vélriti Árnastofnunar hafa saknað þess að þeir væru ekki allir prentaðir enda
þótt sjónarmið umsjónarmanna séu skiljanleg. Þeir Sigurður Nordal og Einar
Ólafur Sveinsson höfðu, þegar útgáfan var í burðarliðnum, fjallað nokkuð um
einstakar Islendinga sögur í ritgerðum sínum og útgáfum á vegum Fornrita-
félagsins, einkum Njálu (Um Njálu eftir Einar 1933), Eyrbyggju (í útgáfu
Einars 1935, ÍF VI), Laxdælu (í útgáfu Einars 1934, ÍF V) og Eglu (Snorri
Sturluson eftir Sigurð Nordal 1920, útgáfa hans á sögunni 1933, ÍF II), og það
hefur e.t.v. haft áhrif á val fyrirlestra.13
Björn taldi textann meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um leið höfund-
inn og vinnubrögð hans. Til að kanna þau áleit hann happadrýgst að skoða
heimildir sagnanna, einkum Landnámu en segja má að greinar hans um
Landnámu og nokkrar Islendinga sögur hafi markað upphaf skipulegs
samanburðar á þessum bókmenntum.14 Björn kannaði líka aðrar heimildir
sagnanna, munnlegar og ritaðar, og reyndi að draga fram margvíslegan samleik
þeirra í efni, orðfæri og stíl, svokölluð rittengsl: þar lagði textafræðin honum
vopnin til. Björn er höfundur hugtaksins, beitti aðferðinni einna fyrst í ritgerð
sinni um Gunnlaugs sögu (1911), enda þótt Einar Ólafur Sveinsson yrði til að
skilgreina það síðar (1965). Þannig má segja að viðfangsefnið hafi í raun verið
uppruni Islendinga sagna en ekki sögurnar sjálfar. Um leið og tengslin við
Landnámu og milli sagnanna innbyrðis urðu skýrari varð til þróunarsaga
bókmenntagreinarinnar; hana fágaði Sigurður Nordal og fyllti síðar.
Á einni af þeim myndum sem hér fylgja (Mynd 2) má sjá yfirlit yfir
kenningar fræðimanna um tengsl Landnámu og nokkurra Islendinga sagna. Þar