Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 35
„ Leitin að landinu fagra
33
að staðfæra söguna, svo að hún félli betur að þeim veruleik, sem áheyrendurnir
þekktu. Og þó að þessi gerð textans hafi verið stytt, hefur ekki verið hróflað við
meginkjarna ádeilunnar. [...] Þessir nýju leshættir miða að því að auka enn á raun-
skyn sögunnar fyrir 14. og 15. aldar áheyrendum, því að önnur atriði í frásögninni,
svo sem sauðaþjófnaður, fé- og valdagræðgi höfðingja voru þeim raunveruleg [...].
(1977, 112)
Mageray er ekki einn um það að hagræða aðaltexta með þeim hætti sem hann
gerði í útgáfunni frá 1981. Þau vinnubrögð virðast hafa verið algeng fyrrum hjá
útgefendum texta í ritröðinni Islenzk fornrit (sbr. t.d. Jakob Benediktsson 1981,
27-28): þeir leiðréttu einatt textann með lesbrigðum úr öðrum handritum án
þess að geta þess sérstaklega í neðanmálsgrein og jafnvel þvert á það ættartré
handrita sem útgáfan byggði á. Og oft er það vitaskuld sjálfsagt og skylt þegar
um er að ræða augljós skrifaraglöp og völ er á betri texta. En öðru máli gegnir
þegar um er að ræða sérstakar gerðir (hvort sem þær eru gefnar út stafrétt eða
í lestrarútgáfum). Um það segir Helle Jensen:
Ligeledes forekommer det nærmest selvindlysende, at nár et værk er overleveret i
flere redaktioner eller versioner, bor den enkelte tekst udgives for sig med
selvstændigt note- og variantapparat, ikke mindst fordi den enkelte version, hvad
enten den má antages at være mere eller mindre oprindelig, pákalder sig særskilt
interesse fra litteraturforskningen.
(1989,213)
Textaútgáfur sagnanna eru margar hverjar með miklum ágætum og vandlega
unnar þegar þeim um síðir er lokið. En þær eru flestar ákaflega óaðgengilegar
og óljóst hverjum þær eru ætlaðar, hvort þeim er stefnt til annarra lesenda en
handritafræðinga, þeirra málfræðinga sem fást við fornmál og útgefenda textans
í lestrarútgáfum. Á sömu síðunni er jafnvel prentaður aðaltexti úr allt að þrem-
ur handritum eða fjórum og lesbrigði neðanmáls við hvern þeirra í stað þess að
gefa út heillegan texta eftir þessum handritum í sérstökum útgáfum. Á undan er
langur og ítarlegur formáli sem er fyrst og fremst lýsing á þeim handritum sem
unnið er með og tilgátur um aldur þeirra, en sem kunnugt er eru fá miðalda-
handrit tímasett, aldursgreining þeirra byggir á stafagerð og réttritun. Raunar
hef ég aldrei skilið hvers vegna þessi ítarlega staffræði fylgir textaútgáfum þar
sem textinn er einatt samræmdur að einhverju marki; í því samhengi minnir
hún dálítið á lýsingar á málverkum í útvarpi. Mér hefur alltaf þótt hún eiga
betur heima framan við ljósprentanir handrita þar sem hægt er að sannreyna
orð útgefandans. Hins vegar má segja að samanlagðar mállýsingar í formálum
að vönduðum textaútgáfum verði smám saman einhvers konar safn til ís-
lenskrar málsögu, en slíkrar sögu hefur lengi verið þörf. Það heyrir síðan til
undantekninga að útgefendur beiti aðferðum bókmenntafræða í formálum
sínum: hér er ekki á ferðinni ritskýring að gömlum hætti, æðri textarýni (sbr.
Jakob Benediktsson 1981, 35).
3