Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 223
Nú er hin skarpa skálmöld komin “
221
Varist þér og varist þér,
vindr er í lofti.
Blóði mun rigna
á berar þjóðir.
Þá mun oddr og egg
arfi skipta.
Nú er in skarpa
skálmöld komind9
Endurtekning í upphafi vísunnar vekur óhug; það er eins og talað sé úr munni
völvunnar. Vindurinn táknar breytingu og við minnumst heimsóknar Kárs,
sem boðaði tortímingu og dauða. Himinninn rignir blóði, eins og alþekkt er í
kveðskap af þessu tagi, hvort sem við sækjum okkur hliðstæð dæmi úr Völuspá,
Darraðarljódum, Sólarljóðum, eða hómilíum. En hér rignir hinum rauða dreyra
á herarþjóðir. Mér finnst líklegt að lýsingaorðið ber merki í þessi sambandi, að
þær róstur sem renni í kjölfarið saki ekki einungis þá sem berjast, heldur einnig
þá sem saklausir eru af deilum bardagamannanna á Orlygsstöðum; þ.e. þá sem
eiga sér enga hlíf. Lýsingarorðið herr er t.d. notað í sambandi við píningu Jesú
í helgikveðskap, s.s. Lilju og Líknarhraut.50 I síðari hluta vísunnar hljóma síðan
aftur hin myrku spell Völuspár: skálmöldin er gengin í garð.
IV
Ég hef rætt þessar draumvísur svona rækilega til að sýna að þær standa ekki
einangraðar í kveðskap þrettándu aldar, heldur í nánum tengslum við þær
hugmyndir, er koma fram í kvæðum sem fjalla um annan heim og tjá sýnir eða
spádóma. Draumvísur eiga einmitt samleið með þeim skáldskap, sem reynir að
setja hið jarðneska líf í samhengi við æðri heima, annað líf. Eins og ég benti á í
upphafi máls míns, gaf draumkveðskapur höfundinum sérstakt tækifæri til að
dulklæða dóma sína um meginatburði, án þess að kveða skýrt að orði. Það var
síðan á valdi lesandans að rýna í þær rúnir og skilja dýpri merkingu þeirra
voðaatburða, sem Islendinga saga skýrir frá.
Draumkveðskapur er fyrirferðarmeiri í sögu Sturlu en flestum öðrum sög-
um í Sturlungu, að undanskilinni Hrafns sögu. I Sturlungu er haldið til haga
tveimur af þeim fjórum draumvísum, sem eru í Hrafns sögu hinni sérstöku, og
hefur Peter Foote sýnt að þar gætir tvíræðni í orðalagi og einnig tengsla við
kveðskap, er fjallar um endalok heimsins.51 Sá höfundur notar vísurnar í sama
skyni og Sturla: til að minna á æðri dóm yfir mannanna gerðum. Þetta er
athyglisvert, þegar haft er í huga að höfundur Hrafns sögu er mjög líklega
klerkmenntaður og því vel kunnugur kaþólskum hugmyndum um dómsdag. I
Þorgils sögu skarða eru varðveittar tvær stuttar stökur, sem vitrast manni í
draumi, stuttu áður en Þorvarður Þórarinsson vegur Þorgils skarða. Engin
draumvísa er skráð í þeim sögum, sem ritaðar eru á fyrstu tveimur áratugum
aldarinnar, Sturlu sögu og Guðmundar sögu dýra, né í Svínfellinga sögu og