Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 258
256
Sverrir Tómasson
ei heyrt. En sá maðr er vitr er ok mörg dæmi veit, honum þykkir ekki undarligt er
skilning hefir til hversu verða má. En fár mun svá fróðr er því einu skal trúa er hann
hefir sét; en sumir menn eru svá heimskir at því síðr mega þeir skilja þat er þeir hafa
nýsét eðr nýheyrt en vitrir menn þótt þeir hafi spurn eina til; en er frá líðr nökkura
stund, þá er heimskum manni sem hann hafi ósét eðr óheyrt, Þiðriks saga I, 5-6.
Markverðasta orðalagið hér er annarr söguháttr sem túlka verður sem frásagnir
af óraunverulegum atburðum, fabulae. Þessi greinarmunur kann að vera all-
miklu eldri eins nú verður reynt að rekja.
2
Þegar Snorri Sturluson setur saman Heimskringlu á fyrri hlut 13. aldar hafa
íslenskir menn skráð á skinn margs konar fræði í óbundnu máli í rúma öld. Frá
12. öld þekkjum við ÍQg, þýðingar belgar svo og hin spaklegu frœði er Ari fróði
er sagður hafa sett saman af skynsamlegu viti, en þessi orð eru tekin svo að
segja beint upp úr Fyrstu málfræðiritgerðinni. I þeim speglast álit Fyrsta mál-
fræðingsins. Við vitum að vísu ekki hvaða skoðun samtímamenn hans höfðu á
þessum fræðum. Og við vitum ekki heldur hvaða trúnað þeir lögðu á kveð-
skap. Var hann allur tekin gildur sem sagnfræði, res factae? Eða var einhver
hluti hans talinn til skáldskapar, res fictaet Og á hinn bóginn, þekktist skáld-
skapur í óbundnu máli?
Um sum þessi efni er Snorri Sturluson einn til frásagnar í formála sínum
fyrir Heimskringlu, þar sem hann víkur tvívegis að kveðskap. I fyrra skiptið
segir hann:
sumt er ritat eptir fornum kvæðum eða spguljóðum er menn hafa haft til skemmt-
anar sér, Islenzk fomrit XXVI, 4.
En síðar segist honum svo:
Með Haraldi konungi váru skáld, ok kunna menn enn kvæði þeira ok allra konunga
kvæði, þeira er síðan hafa verit í Nóregi, ok tókum vér þar mest doemi af, þat er sagt
er í þeim kvæðum, er kveðin váru fyrir sjálfum hQÍðingjunum eða sonum þeira.
T<?kum vér þat allt fyrir satt, er í þeim kvæðum finnsk um ferðir þeira eða orrostur.
En þat er háttr skálda at lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en engi myndi þat þora
at segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at hégómi væri ok
skrpk, ok svá sjálfr hann. Þat væri þá háð, en eigi lof, s.r.,5.
Er ljóst af þessum orðum að Snorri hafi talið að allur kveðskapur væri res
factae} Hvers vegna minnist hann á háð og skrQk í konungakvæðum? Þekkti
hann slíkt af eigin reynslu? Hvað merkir SQguljóð? Hvers vegna tekur hann
fram að menn hafi haft þau til skemmtanar sér?3
Snorri Sturluson er ekki fyrstur íslenskra sagnaritara til að notfæra sér kveð-