Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 40
38
Örnólfur Thorsson
er auk þeirra upplýsinga sem fram komu á fyrstu mynd gefið til kynna hvort
fræðimenn telji að stuðst hafi verið við sögu í Landnámabók eða sagan sótt
styrk til hennar. Þetta yfirlit er einkum miðað við rit og ritgerðir þeirra Jóns
Jóhannessonar og Jakobs Benediktssonar um Landnámu (sjá heimildaskrá).
Þessi tengsl eru mikilvæg þegar ritunartími er ákvarðaður: hafi Sturla
Þórðarson eða Haukur Erlendsson nýtt sér sögu í samsteypur sínar er hún
víslega eldri. Það er á hinn bóginn oft óljóst hvort sá texti var sá sami og nú er
varðveittur undir sama nafni í ungum handritum: þegar munur virðist mikill
gera fræðimenn stundum ráð fyrir að til hafi verið eldri gerð sögu (sbr. t.d.
Gull-Þóris sögu, Svarfdæla sögu og Hávarðar sögu) sem nýtt hafi verið í
Landnámarit á sama tíma og hin varðveitta gerð sögunnar kann að sækja efni til
Landnámu.
I því efni er Hávarðar saga Isfirðings ágætt dæmi og má tæpa hér aðeins á því
þó það sé sjálfsagt efni í langan fyrirlestur. Sagan er aðeins varðveitt í pappírs-
handritum frá 17. öld (einsog ráða má af myndunum sem fylgja þessum lestri).
Björn Karel Þórólfsson telur að þessi handrit eigi vegna máleinkenna rætur að
rekja til gamallar skinnbókar (sbr. 1923, xviii).15 Til sögunnar er vísað á
nokkrum stöðum í Landnámabókum: þar er orðalagið: „þar gerist saga þeirra
Þorbjarnar og Hávarðar hins halta“ (M 32, Landnámabók 1968, 159), og „Þar
í Laugardal bjó síðan Þorbjörn Þjóðreksson er vó Ólaf son Hávarðar halta og
Bjargeyjar Valbrandsdóttur; þar af gerist saga Isfirðinga og víg Þorbjarnar" (S
150, Landnámabók 1968, 190) og ámóta, en einnig koma þau Bjargey og
Hávarður fyrir í ættartölum: „Þeirra son var Þorleifur er fyrr var getið og
Valbrandur, faðir Hallgríms og Gunnars og Bjargeyjar er átti Hávarður halti.
Þeirra son var Ólafur“ (S 148, Landnámabók 1968,148). Mikið misræmi er hins
vegar með Landnámu og Hávarðar sögu um nöfn, atburði og staðhætti.16
Mest samsvörun er með 142. grein Sturlubókar og 14. kafla Hávarðar sögu.
Greinin segir frá Ljóti hinum spaka á Ingjaldssandi og skiptum hans við
jarðlýsnar, syni Gríms kögurs; þetta er sérkennilegur texti, fullur af skemmti-
legu orðfæri og sjálfsagt fornlegu, en kemur ekkert við frásögnina af Hávarði
Isfirðingi og merkilegri hefnd hans utan að synirnir fara til hans þegar þeir hafa
drepið Ljót: „Þeir Grímssynir fóru til Hávarðar halta. Eyjólfur grái veitti þeim
öllum og Steingrímur son hans.“
Sérkennilegt orðfæri Sturlubókar skilar sér ekki í Hávarðar sögu og erfitt er
að sjá bein tengsl á milli frásagnanna sem fyrr sagði. Það er líka eftirtektarvert
að 13. kafla Hávarðar sögu lýkur á þessum orðum: „Hverfum nú frá er þeir sitja
á Eyri með Steinþóri í góðum fagnaði og með miklum kostnaði" og sá 15. hefst
á orðunum: „Nú er þar til að taka að þeir sitja á Eyri allir saman vel haldnir.“
Höfundur sögunnar rammar inn þessa frásögn af Ljóti, sem hann gerir að
bróður Þorbjarnar þess sem Hávarður átti í höggi við, jafnvel þó Þorbjörn eigi
í sögunni annan bróður sem heitir Ljótur; hún er hreint innskot og sannar ekki
að sagan af Hávarði og Isfirðingum sem vitnað er til í Landnámu þurfi að vera
sömu ættar og sú frásögn sem nú er varðveitt í sögunni. Þá vaknar e.t.v.