Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 243
„Hvorki er eg fjölkunnig né vísindakona...“
Um konur og kveðskap í Sturlungu
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
í Flateyjarbók er frá því sagt að Sighvatur Þórðarson hafi þótt „heldr seinligr
fyrst í æskunni".1 En þá bar til einn vetur að menn sáu í Apavatni fisk mikinn
og fagran sem auðkenndur var frá öðrum fiskum. Að undirlagi Austmanns
nokkurs veiddi Sighvatur fiskinn og át síðan, fyrst höfuðið, svo kvikindið allt.
Jafnskjótt og hann hafði sporðrennt veiðinni upphóf hann raust sína og kvað
vísu. „Sighvatr varð þaðan af skýrr maðr ok skáld gott,“ segir sagan.2
Svona léttilega gátu nú seinþroska strákar á miðöldum orðið skáld og
vitmenn ef marka skal fornar sögur. En hvað er af stelputötrunum að segja? Ég
man ekki eftir neinni frásögn í fornritunum þar sem stúlkur koka fiski með
sama árangri og Sighvatur. I ævintýrum er hins vegar oft greint frá konum sem
fara að ráðum draumkvenna eða margkunnugra kerlinga, leggjast á lækjarbakka
og bíða þar opinmynntar uns tiltekinn fiskur, t.d. hvítur, smýgur milli vara
þeirra. Þegar hann er sannanlega runninn ofan í þær, og oftar en ekki annar
svartur líka sem alls ekki mátti fljóta með, standa þær settlega á fætur og halda
heim, ekki bara vísulaust heldur alveg orðalaust. Nokkru síðar taka þær hins
vegar að gildna og í fyllingu tímans má sjá árangur fiskátsins í sæng þeirra:
fríðleikskrakka og forljótan kött.3
Furðufiskurinn sem í tilviki stráksins er heilög andagift, er reðurtákn þegar
konur eiga í hlut.4 Samkvæmt kristinni kenningu - og ófáum öðrum - eru
konur frjóar á annan veg en karlar: „Með þraut skalt þú börn fæða,“ sagði
drottinn guð við hina fyrstu konu.5
Mismunandi áhrif fiskmetis á karla og konur rifjuðust upp fyrir mér þegar
ég fór að huga aftur að kveðskap í Sturlungu. I safninu eru ríflega 150 vísur og
tengist u.þ.b. fimmtungur þeirra draumum eða e-s konar sýnum.6 Sé horft fram
hjá þeim hluta um stund, kemur í ljós að aðeins ein vísa er lögð konu í munn.
Það er í Þórðar sögu kakala þar sem dróttkvæð skammavísa um Brand Kol-
beinsson, Brodda Þorleifsson og Hafur Bjarnason er eignuð ónefndri kerlingu
í Sælingsdalstungu (509). Eftirtektarvert er að þessi vísa er einföld að allri gerð;
í henni er t.d. ekki eitt einasta heiti og þaðan af síður kenning. Vel kann að vera
að sú staðreynd vitni um að kona hafi kveðið, að minnsta kosti hefur einfald-
leiki í stíl og formi einatt einkennt ljóðagerð kvenna, sbr. t.d. þulur og
barnagælur. En hitt er allt eins hugsanlegt að körlum hafi hentað að leggja
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990) 241
16