Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 15

Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 15
Hugleiðing um textafræði og miðaldarannsóknir 13 áhrifum, en bætti við: „Sjálfstæði þeirra er ekki kunnáttulaus villimennska. Séu þær í litlu samræmi við venjulegan latneskan lærdómsblæ, þá er það af því að höfundar þeirra vildu hafa þær svo, en ekki af því að þá skorti venjulega bókaramennt".4 Þetta hefur mér alltaf fundist skynsamleg athugun. En þá verður vitaskuld að spyrja: Af hverju vildu þeir hafa sögurnar svona? Annar lærður Breti, Gabriel Turville-Petre, svaraði því að nokkru með því að halda því fram að lærðar bókmenntaþýðingar 12. aldar hafi hjálpað Islendingum til að móta frásagnarstíl sinn, að þær hafi ekki kennt þeim hvað þeir ættu að hugsa eða segja, en sýnt þeim hvernig ætti að segja það.5 Fleiri hafa látið uppi svipaðar skoðanir og jafnvel bent á vissar samsvaranir í stíl við Islendingasögur. En er þá ekki líka hægt að snúa dæminu við og athuga hvort vissar samsvaranir í þýddu ritunum við sögustílinn eigi sér sameiginlegan uppruna í munnlegum frásagnarstíl? Til þess liggur beinast við að athuga hvort atriði sem hér er um að ræða eigi sér fyrirmyndir í latnesku frumtextunum eða hvort þarna sé að ræða um breytingar þýðandans. Enn sem komið er hefur þessu atriði verið allt of lítill gaumur gefinn. Dietrich Hofmann hefur þó komið auga á þetta rannsóknarefni, en hann hefur lengi þann steininn klappað að draga fram hlut munnlegrar frásagnarlistar í sköpun íslendingasagna. Hann hefur bent á nokkur atriði þar sem stílsmáti þýðinganna ber merki munnlegrar frásagnarlistar, án þess að latneski frum- textinn gefi neitt tilefni til þess.6 Eg skal aðeins nefna tvö dæmi, bæði alkunn úr íslendingasögum: Annað er að skipt sé um tíð sagnorða í samfelldri frásögn, án sérstaks tilefnis, þ. e. að á víxl sé notuð svonefnd söguleg nútíð og venjuleg þátíð. Hitt er að málsgrein hefjist á óbeinni ræðu en breytist síðan í beina ræðu, án þess að skotið sé inn nokkru inngangsorði beinnar ræðu. Eins og kunnugt er kemur þetta iðulega fyrir í sögustíl, að sagt er frá ummælum einhverrar sögupersónu á þennan hátt, byrjað í óbeinni ræðu, en síðan for- málalaust haldið áfram í beinni ræðu. Um hvorttveggja þetta hefur Hofmann fundið dæmi í íslensku hómilíubókinni, þar sem ekkert líkt kom fyrir í latneska frumtextanum. Nú eru dæmi Hofmanns ekki mörg, enda ekki ýkja margt um frásagnartexta í hómilíubókinni þar sem slíkra dæma væri að vænta, svo að mér datt í hug að líta í aðra þýðingu úr latínu sem líklegri er til fanga um þessi atriði, en það er Rómverja saga. Þess verður þó fyrst að geta að einmitt Hofmann hefur nýlega fært að því góð rök að þýðingin á Rómverja sögu sé eldri en talið hefur verið, a. m. k. eldri en Veraldar saga, það er að segja naumast yngri en frá því um 1180, þannig að hún yrði þá í hópi elstu þýðinga.7 Rétt er að taka það fram að þýðingin á ritum Sallústs í Rómverja sögu er tiltölulega nákvæm, svo að víða má heita að hún sé orðrétt. Frá því er skemmst að segja að um bæði þessi atriði sem ég nefndi eru nóg dæmi í Rómverja sögu. I þeim kafla sem varðveittur er úr þýðingunni á Bellum Jugurthinum hef ég fundið um tuttugu dæmi um breytingu á óbeinni ræðu í beina, en á öllum þeim stöðum hefur latneski textinn eingöngu óbeina ræðu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.